-Auglýsing-

Beikonhátíðarmenn gefa hjartasírita

beikonhatid gefur siritaAðstandendur beikonhátíðar afhentu í gær hjartadeild Landspítalans með formlegum hætti tvo hjartasírita. Hjúkrunarfræðingur sem tók við gjöfinni segir síritana nýtast mjög vel en fólk eigi að stilla beikonáti í hóf.

Tækin bárust fyrir nokkrum vikum og voru þegar tekin í notkun en þau voru afhent með formlegum hætti í dag.

-Auglýsing-

Síritarnir kosta eina milljón króna hvor. Þá var hægt að kaupa fyrir afrakstur matarhátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival sem var haldin síðastliðið haust.

Árni Georgsson, einn af aðstandendum beikonhátíðarinnar, vill ekki meina að tækjagjöfin sé sprottin af samviskubiti yfir beikonáti. „Við viljum í rauninni gefa af okkur. Við erum góðir félagar sem stöndum að hátíðinni og okkur langaði að gefa til góðs málefnis,“ segir hann.

- Auglýsing-

Bylgja Kjærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild Landspítalans, segir að gjöfin komi í góðar þarfir. Hún neitar því ekki að hafa orðið undrandi þegar þeir beikonbræður buðust til að láta gott af sér leiða: „Ég hélt nú fyrst þegar þeir höfðu samband við mig að þeir væru að grínast í mér en svo var nú ekki,“ segir hún.

Hjartasíritarnir koma í góðar þarfir. Bylgja segir að starfsfólkið hafi beðið eftir því mörg ár að hægt yrði að fjölga þeim þannig að hjartasjúklingar gætu farið fyrr á fætur.

Af vef ruv.is

Mynd: skjáskot af ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-