Bananar eru ríkir af trefjum og næringarefnum ásamt því sem þeir eru góðir orkugjafar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tveir bananar gefi líkamanum næga orku til þess að halda út krefjandi líkamsrækt í 90 mínútur.
Létta lundina
Í banönum er að finna efnið tryptophan, prótín sem líkaminn umbreytir í taugaboðefnið serótónín og hefur jákvæð áhrif á skapferli og almenna virkni. Mikið af B-vítamínum er í ávextinum en þau eru taugakerfinu nauðsynleg og draga úr streitu. Bananar eru einnig taldir draga úr fyrirtíðaspennu, þeir eru ríkir af B6-vítamíni og hafa góð áhrif á blóðsykurinn. Þeir sem eru járnlitlir ættu að borða banana á hverjum degi þar sem þeir auka framleiðslu hemóglóbíns í blóðinu en það er nauðsynlegt til myndunar rauðra blóðkorn
Góð áhrif á blóðþrýsting
Kalíum finnst í miklum mæli í banönunum og er einstaklingum með of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta þeirra til að lækka hann. Ávöxturinn er afar trefjaríkur og hefur því góð áhrif á meltingarstarfsemina og eins er hann talinn eitt besta meðalið við timburmönnum. Þá er mælt með því að með setja banana og mjólk í blandara ásamt hunangi, en bananinn róar magann. Þeir sem eru slæmir af brjóstsviða ættu að neyta banana en hann dregur úr magasýrum og er einnig góður fyrir þá sem þjást af magasárum og bólgum. Við morgunógleði barnshafandi kvenna hefur hann einnig gagnast vel og eru konur á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar hvattar til þess að að neyta banana á milli mála til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi og draga úr flökurleika.
24 stundir 26.03.2008