-Auglýsing-

Alþingi vill umsögn stofnana um breytingar á reglugerð sem búið er að breyta

Farið er fram á að opinberar stofnanir semji umsögn um reglugerðarbreytingu sem þegar hefur gengið í gegn. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé engu líkara en að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir.

Um er að ræða þingsályktunartillögu um upplýsingar í ökuskírteini um vilja til líffæragjafar. Eins og komið hefur fram í Pressunni hefur Kristján Möller samgönguráðherra þegar sett inn í reglugerð um ökuskírteini heimild til að skrá vilja sinn í þessum efnum.

-Auglýsing-

Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:

Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að tryggja með reglugerð um ökuskírteini að á þeim séu upplýsingar um vilja til líffæragjafar.
Að þingsályktunartillögunni standa samflokksmenn ráðherrans í Samfylkingunni.

- Auglýsing-

Þótt Kristján Möller hafi bent tillöguflytjendum á það úr ræðustól Alþingis að hann sé nú þegar búinn að breyta reglugerðinni er hún komin í umsagnarferli. Óskað hefur verið eftir áliti bæði hjá Ríkislögreglustjóranum og Landlæknisembættinu.

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir í samtali við Pressuna að hann sé undrandi á þessum vinnubrögðum.

Það er engu líkara en að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir. Við eigum að veita umsögn um eitthvað sem þegar er orðið.

Eins og Pressan hefur greint frá gerir Matthías ýmsar athugasemdir við það reglugerðarákvæði sem þegar hefur verið sett um skráningu líffæragjafa í ökuskírteini, svo sem skort á samráði og óljósa framkvæmd.

www.pressan.is 26.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-