Dauðsföllum af völdum hjartaáfalla hefur fækkað um ríflega helming í Englandi frá árinu 2002 ef marka má rannsóknir frá Oxford.
Frá árinu 2002 til ársins 2010 hefur hjartaáföllum fækkað innan allra aldurshópa og umtalsverð fækkun varð á dauðsföllum í kjölfar þeirra, um 50 prósent meðal karla og 53 prósent meðal kvenna.
-Auglýsing-
Mesta muninn mátti sjá í aldurshópnum 65 til 74 ára, en minnst breyting varð hjá 30 til 54 ára og svo 85 ára og eldri. Líklega má kenna auknu offituvandamáli og sykursýkistilfellum um stöðu mála í yngri aldurshópnum.
www.visir.is 31.01.2012
-Auglýsing-