-Auglýsing-

Af heilbrigðiskerfum

Eftir þriggja ára dvöl í Danmörku þá er eitt og annað sem maður tekur eftir og er dálítið öðruvísi en maður er vanur hér á Íslandi. Fyrst þegar ég flutti til DK þá þótti mér tilvísanakerfi heimilislækna satt best að segja fornaldarlegt flækjustig, en mér snerist hugur.iStock 000007527474XSmallÉg komst semsagt að því að það voru mikil þægindi í því fólgin að heimilislæknirinn væri með fulla vitneskju um til hvaða sérfræðinga ég væri að leita og hann var alltaf með á nótunum þegar ég kom til hans því allar niðurstöður rannsókna voru líka sendar til hans þannig að aldrei kom maður að tómum kofanum.

Þess vegna komst ég að því nú þegar ég flutti aftur heim að ég hafði vanist þessu kerfi og fannst það gott. Ég hafði aldrei notað heimilislæknirinn minn hér á Íslandi mjög mikið hér á árum áður og þegar ég rak þar inn nefið fannst mér hann ekkert vita um mína hagi.
Síðan ég flutti heim hef ég reynt að breyta þessu og nota heimilislæknirinn töluvert meira núna en ég gerði áður og að sama skapi er hann betur upplýstur um mín mál. Mér hefur fundist þetta mjög gott og það er mikil synd að heimilislæknakerfið hér á Íslandi sé í svo bágbornu ástandi að það sé erfiðleikum bundið að halda því gangandi. Ég satt best að segja vona innilega að úr rætist þrátt fyrir mótbyr á undanförnum misserum því það er ekki vafi í mínum huga að efla skuli heimilislækningar með öllum tiltækum ráðum.

-Auglýsing-

Annað atriði sem ég vandist á í Danmörku og þótti snjallt, var að einni til þrem vikum áður en ég átti tíma hjá sérfræðilækni eins og t.d. hjarta, meltingar eða gigtarlæknis þá var ég sendur í blóðprufu. Þetta fannst mér afar snjallt því með þessu móti er læknirinn með niðurstöðu úr nýjustu blóðprufunum og er þar með með nokkuð glögga mynd af því hvernig staðan er og getur tekið ákvörðun um hvað gera skuli næst ef ástæða er til. Ég hef ekki orðið var við að svona væri þetta gert hér á landi og er það miður.
Þetta kerfi gerði það líka að verkum að það var mjög auðvelt að fylgjast með sjálfur og fá afrit af nýjustu niðurstöðum. Mæli með því að menn taki upp þennan sið hér á landi.

Þriðja atriðið sem ég var mjög hrifinn af í DK var að þegar farið var í heimsókn til sérfræðilæknis eða í einhverja skoðun eins og t.d. ómskoðun eða þvíumlíkt þar sem þurfti kannski að rýna frekar í niðurstöður áður en þær lágu ljósar fyrir, fékk ég sent bréf. Í þessum tilfellum fékk ég sem sagt alltaf niðurstöðuna senda heim, eða réttara sagt afrit af læknabréfinu sem sent var til heimilislæknis míns.
Þetta þótti mér mjög þægilegt og þetta gefur manni betri yfirsýn yfir eigin heilsu og ég tala nú ekki um svona mann eins og mig sem þarf nánast í hverri viku á heimsókn til læknis að halda eða einhverjum rannsóknum.

- Auglýsing-

Niðurstaðan mín var sem sagt sú að það er margt sem við gætum lært af frændum vorum í Danaveldi og þetta virtist allt virka tiltölulega vel fyrir sig.

Það er hinsvegar líka rétt að taka fram að hér á Íslandi hafa menn oft fussað og sveiað yfir biðlistum og það er í sjálfu sér hið versta mál að hafa biðlista. Í Danmörku eru líka biðlistar, biðlistar eftir að komast til sérfræðilækna og biðlistar eftir að komast í aðgerðir. Það er þó einn stór munur á og hann er sá að Danir bjóða þeim sem ekki þola bið að fara á sjúkrahús utan Danmerkur ef þess er kostur og biðin óásættanleg innanlands.

Biðlistar eru því síður en svo einskorðaðir við Ísland heldur virðist þetta vera svona um nánast alla Skandinavíu, mismikið þó. 

Reykjavík 05.11.2012

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-