-Auglýsing-

Ættir þú að hafa áhyggjur af blóðþrýstingi sem mælist bara hár öðru hverju?

Það er mikilvægt að þekkja gildin sín og mæla blóðþrýsting með reglubundnum hætti.

Þegar blóðþrýstingur er mældur á stofu hjá lækni, þá er það aðeins sýnishorn af 24 klst bíómynd. Hjá sumum er þetta sýnishorn góð samantekt af myndinni en hjá öðrum gefur það ekki góða mynd af því hver blóðþrýstingurinn er venjulega.

Hjá allt að 20% Bandaríkjamanna þá er blóðþrýstingurinn annar þegar viðkomandi er heima heldur en þegar hann er á stofu hjá lækni. Sumir eru með háþrýsting þegar þeir eru mældir hjá lækninum en ekki annars. Það kallast „white-coat“ sem mætti kalla á Íslensku „hvítsloppa“ háþrýstingur og er talið vera vegna þess að viðkomandi er stressaður í læknaumhverfinu sem verður til þess að blóðþrýstingurinn mælist hærri en hann er venjulega. Aðrir eru með dulinn háþrýsting, mælingin hjá lækninum kemur eðlilega út en heima við, t.d. þegar stress er til staðar eða á morgnanna, þá er viðkomandi með háþrýsting.

-Auglýsing-

Sumir læknar hundsa þessar tvær nálganir, en aðrir taka þær alvarlega. Mótsagnakenndar niðurstöður hafa komið fram sem styðja sitthvora nálgunina. Nú hefur nýleg langtímarannsókn gerð á Ítalíu gefið til kynna að það þurfi að veita báðum þessum nálgunum meiri athygli.

  • Venjulegur blóðþrýstingur er yfirleitt miðaður við efri mörk lægri en 120 og neðri mörk lægri en 80.
  • Vægur háþrýstingur (e. prehypertension) er yfirleitt miðaður við efri mörk 120-139 eða neðri mörk 80-89.
  • Háþrýstingur er yfirleitt miðaður við efri mörk 140 eða hærra eða neðri mörk 90 eða hærra.

Ítalska rannsóknin

Í kringum 1990 þá samþykktu nokkur þúsund íbúar bæjarins Monza á norður Ítalíu að taka þátt í rannsókn. Blóþrýstingur þátttakenda var mældur á stofu hjá lækni, þátttakendur voru einnig með tæki til að mæla blóðþrýstinginn á 20 mínútna fresti í sólarhring og þátttakendur mældu einnig sjálfir blóðþrýstinginn sinn heima við á morgnanna og kvöldin í nokkra daga.

- Auglýsing-

Þessar mælingar sýndu að um 16,1% voru með „white-coat“ háþrýsting á læknastofunni (háþrýsting sem ekki kom fram heima). Um 8,9% voru með dulinn háþrýsting, sem kom þá ekki fram hjá lækninum, og um 20,9% voru með háan blóðþrýsting í báðum aðstæðum.

Tíu árum seinna þá voru um 1400 þátttakendur sem endurtóku ferlið. Á þeim tíma höfðu 47% þeirra sem voru með dulinn háþrýsting og 43% þeirra sem voru með „white-coat“ háþrýsting þróað með sér viðvarandi háan blóðþrýsting, miðað við aðeins 18% af þeim sem voru með eðlilegan blóðþrýsting áður.

Gerið þetta heima

Þessi mikilvæga rannsókn ýtir undir það sem lengi hefur verið haldið fram: það er góð hugmynd að mæla blóðþrýstingin sinn heima, og treysta ekki aðeins á mælingarnar gerðar á stofu hjá lækni. Blóðþrýstingsmælar sem hægt er að nota heima við eru bæði auðveldir í notkun og ekki endilega dýrir.

Mælst er til þess að blóðþrýstingur sé mældur alla dagana í einni viku, bæði á morgnanna áður en blóðþrýstingslyf eru tekin, og svo á kvöldin. Best er að skrifa niður mælingarnar, ásamt hjartslættinum sem mælirinn sýnir, og fara með mælingarnar til læknis. Eftir það er svo ráðlagt að fylgja þeirri áætlun sem læknirinn ákveður.

Dulinn háþrýstingur og „white-coat“ háþrýstingur gefa til kynna að blóðþrýstingur viðkomandi sé meira flöktandi en eðlilegt er. Þessi tilhneiging til háþrýstings getur ýtt fólki í átt að viðvarandi háþrýstingi. Ef blóðþrýstingurinn þinn er stundum hár, þá er ráðlagt að gera ráðstafanir eins og hægt er til að halda honum eðlilegum til þess að reyna að koma í veg fyrir hjartaáfall, hjartabilun og algengustu tegundir heilablóðfalls.

Þessar ráðstafanir eru meðal annars:

að hreyfa sig

– að léttast, ef þörf er á

– að borða hollan mat

– að hætta að reykja.

- Auglýsing -

Þýtt og endursagt af Harvard Health.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-