-Auglýsing-

Æðar feitra barna eins og miðaldra

Ný bandarísk rannsókn gefur til kynna að offita eldi æðar barna og unglinga um allt að þrjátíu ár. Þá sýnir könnunin að mun meiri líkur eru á að börn og unglingar, sem eru of feit fái hjartasjúkdóma en önnur börn. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Rannsóknin var gerð við Missouri Kansas CitySchool of Medicine í Bandaríkjunum og tóku um sjötíu börn, sem eiga við offitu að stríða og eru með óvenjuhátt kólesterólmagn í blóði,  þátt í henni. Notuð voru sónartæki til að mæla þykkt æða barnanna, sem voru á aldrinum 6 til 19 ára, en með því má reikna út hversu mikil fita hafi sest inn í æðar þeirra.  

-Auglýsing-

Barnalæknirinn Geetha Raghuveer, sem stjórnaði rannsókninni, segir niðurstöður hennar hafa verið sláandi. Segir hún ekki hafa komið á óvart að meiri fita hafi safnast í æðar feitra barna en annarra barna en að engum hafi þó dottið í hug að ástand æða þeirra væri sambærilegt við þrjátíu árum eldri einstaklinga.

www.mbl.is 13.11.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-