-Auglýsing-

Öfgar eru óheilbrigði

JafnvægiVIð lifum á tímum þar sem boð og bönn í mataræði í lífstíl eru í hávegum höfð, öfgarnir eru í báðar áttir. Ragga er klínískur heilsusálfræðingur og hjálpar fólki við að koma á jafnvægi og hér fyrir neðan er hennar sýn á lífstílinn, jafnvægið og öfgana.

Heilsusamlegur lífsstíll er ekki ‘Annaðhvort-Eða’ líf.
Það er ‘Bæði-Og’ líf.

-Auglýsing-

Þú getur bæði borðað skyr og drukkið rauðvín.
Þú getur bæði borðað bernaise og blómkál.
Þú getur bæði borðað appelsínur og franskar
Þú slátrar bæði kassahoppum og kúrir í sófanum yfir Netflix
Þú massar bæði bekkinn og lest góða bók uppi í rúmi

Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að fara í mæjónesubað í marga daga bara af því þú borðaðir eina kökusneið.
Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að labba útúr Nammilandinu á laugardögum með barmafullan sekk.
Bæði-og líf þýðir að ekkert er bannað því gómsæti er fléttað inn í planið með hófsemi að leiðarljósi.
Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að fylla sjálfið af samviskubiti yfir að kúra á sunnudögum eftir smekkfulla viku af spretthlaupum.

- Auglýsing-

Það er ekkert heilbrigt við að vera heltekinn af heilsu.
Það er ekkert heilsusamlegt að lifa lífi af smáatriðalömun og forðunarhegðun lituðu af hræðsluáróðri.

Öfgar eru óheilbrigði, í hvora áttina sem er.

Ragga Nagli

Fyrir þá sem ekki þekkja til Röggu Nagla þá er her fyrir neðan smá samantekt á því hver manneskjan er og hverjar hennar áherslur eru í lífinu.

Ragga er klínískur heilsusálfræðingur, einkaþjálfari. Heilbrigður lífsstíll, jákvæð hugsun, hollur gómsætur matur og lyftingar.

Ragga er með B.A próf í sálfræði, M.Sc Health Psychology frá University of Surrey og Cand Psych í klínískri sálfræði við Københavns Universitet. Ég býð uppá fjarþjálfun í bland við sálfræði þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar í bland við þjálfun líkamans til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Nánari upplýsingar á: http://ragganagli.wordpress.com/fjarsalfraedi/

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-