Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með frábæra uppskrift í boði Holta kjúklings af kjúklingabringum fylltum með maís.
- 3/4 dl kúskús
- 3/4 dl sjóðandi vatn
- 1 tsk. kjúklingakraftur
- 200 g maísbaunir, frosnar og látnar þiðna
- 1,5 dl rjómi eða mjólk
- 20 g smjör
- 1,5 msk. estragon smátt saxað eða 3/4 msk. þurrkað
- Salt og nýmalaður pipar
- 1 msk. Montreal Chicken frá McCormik
- 4 kjúklingabringur
- 2 msk. olía
Aðferð
Setjið kjúklingakraftinn í sjóðandi vatnið og hellið yfir kúskúsið. Látið álpappír yfir og geymið í 5 mín. Færið maísinn í pott ásamt smjöri og rjóma og sjóðið í 2-3 mín. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Blandið helmingi maísmauksins vel saman við kúskúsið ásamt estragoni, salti og pipar og látið í sprautupoka. Skerið vasa á kjúklingabringurnar og sprautið maísfyllingunni inn í þær. Kryddið með Montreal Chicken-kryddinu.
Steikið kjúklingabringurnar í olíu á heitri pönnu í 1-2 mín. á hvorri hlið eða þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Setjið bringurnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 12-18 mín.
Merjið restina af maísmaukinu í gegnum sigti og berið fram með bringunum, maískorni, steiktum dvergmaís, poppkorni og kartöflum.