-Auglýsing-

Staðan ekki verri í áratug

iStock 000020295626XSmallBiðlistar eftir skurðaðgerðum hafa í flestum tilfellum lengst verulega undanfarið ár. Læknaskortur, niðurskurður og lengri lífaldur eru helstu áhrifaþættir að mati lækna.

Aldrei hafa fleiri beðið þess að komast í kransæðavíkkun og hjarta- og kransæðamyndatöku. Á tveimur árum hefur fjöldinn rúmlega tuttugufaldast. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum segir að það sé rétt að staðan á biðlistanum sé ekki góð og í raun hafi hún ekki verið verri í meira en áratug.

-Auglýsing-

Fyrir þessu eru að mati Davíðs tvær meginástæður. Annars vegar hafi verið talsverð mannekla á hjartadeildinni undanfarin vetur. Hjartasérfræðingar hafi einfaldlega verið of fáir til að anna öllum þeim verkefnum sem þeim beri að sinna. Þá eru þræðingatæki deildarinnar orðin gömul sum hver. Það þýðir að bilanatíðni eykst og viðhaldsdagar verða fleiri. Það eru alla jafna tvö tæki í notkun til hjartaþræðinga og ef annað er ekki í notkun þá dregur það talsvert úr afköstum á deildinni. Því er ekki hægt að fullnýta þá daga sem einungis eitt nothæft tæki í umferð. Þessir tveir þættir hafa haft veruleg áhrif á afkastagetu deildarinnar. Hvort tveggja stendur þó til bóta, þar sem nýir hjartalæknar verða ráðnir til starfa í haust og sömuleiðis stendur til að kaupa nýtt þræðingatæki fyrir deildina. Það sé nú í útboðsferli. Stefnt sé að því að reyna að stytta biðlistann með haustinu.

Þriðji áhrifaþátturinn er að sögn Davíðs sá að ásókn í þjónustuna er vaxandi, því að með bættri meðferð sjúklinga lifa þeir lengur með sinn hjartasjúkdóm, en þurfa áfram á sérhæfðri þjónustu, til að mynda hjartaþræðingum, að halda. Þá hefur öldruðum fjölgað hérlendis en hjartasjúkdómar leggjast frekar á þá sem rosknir eru. Þannig hefur hefur orðið aukning á þeim sem leita eftir þjónustu á hjartadeildinni. Þetta birtist ekki síst í stóraukinni aðsókn á Hjartagátt Landspítala, sem sinnir bráðaþjónustu við hjartasjúklinga.

- Auglýsing-

Aðspurður segir Davíð að tækjakostur hjartadeildarinnar sé víða orðinn mjög gamall og sum tæki vart nothæf lengur. Mjög brýnt sé að bregðast við þessu. Veruleg hætta sé á að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum í greiningu og meðferð hjartsjúkdóma ef svo fer sem horfir. Íslendingar hafi til þessa gert kröfur um heilbrigðisþjónustu í fremstu röð en til þess að svo geti verið þarf aðstaða og tækjabúnaður að vera í samræmi við þær væntingar. Davíð tekur undir nýleg orð heilbrigðisráherra að mikill vandi steðji að heilbrigðiskerfinu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld gefi þessum málaflokki mun meiri gaum en gert hefur verið undanfarin ár.

ruv.is 17.07.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-