Fiskát lengir lífið og það er aldrei of seint að tileinka sér slíka matargerð. Þetta leiðir ný, bandarísk rannsókn í ljós. Fólk sem er eldra en 65 ára og neytir fiskmetis, lifir öllu jafnan tveimur árum lengur en jafnaldrar þeirra sem borða ekki fisk og er ólíklegra til að fá hjartaáfall.
Rannsóknin var gerð á vegum Harvard-háskólans, hún stóð yfir í sextán ár og rannsakendur höfðu aðgang að 2700 sjúkraskýrslum.
-Auglýsing-
Í rannsókninni kemur fram að þótt þegar hafi verið vitað að omega 3-fitusýrurnar, sem aðallega er að finna í fiski, væru fín forvörn þegar kemur að hjartasjúkdómum og öðrum kvillum hafi vísindamenn ekki gert sér grein fyrir því að fiskmeti gæti haft svona mikil áhrif á fólk sem komið væri á þennan aldur.
www.ruv.is 01.04.2013
-Auglýsing-