-Auglýsing-

Við lifum lengur en erum veikari

iStock 000013790620XSmall

Jarðarbúar lifa lengur en glíma við veikindi í auknu mæli. Svo segir í niðustöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem unnin er af Washington háskóla og var kynnt fyrir skemmstu.   

-Auglýsing-

Áfengisneysla, reykingar og hár blóðþrýstingur valda flestum sjúkdómum. Árið 1990 var næringarskortur barna hlutfallslega stærsta heilsufarsvandamál heimsins en svo er ekki lengur.

Segir í rannsókninni að hjartasjúkdómar og heilablóðföll séu þeir sjúkdómar sem dragi flesta til dauða. 1 af hverjum 4 dauðsföllum má rekja til þeirra. Um 13 milljónir manna deyja af völdum þessara sjúkdóma árlega sem í mörgum tilfellum má rekja til bágs lífernis.

- Auglýsing-

HIV og alnæmi draga enn marga til dauða. Um 1,5 milljónir manna deyja árlega af völdum alnæmis.

Hæst dánartíðni er í löndum sunna Sahara í Afríku.

„Færri deyja snemma á lífsleiðinni en fleiri glíma við krónísk veikindi,“ segir Christopher Murray prófessor sem stýrði rannsókninni.

Svipuð rannsókn var kynnt árið 1990. Lungnakrabbamein og sykursýki eru hástökkvarar „dauðalistans.“ En niðurgangur og berklar hafa fallið mest á listanum.

BBC segir frá.

www.mbl.is 13.12.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-