-Auglýsing-

Ekki fjölgar á biðlistum eftir aðgerðum

Landlæknisembættið segir, að almennt virðist ekki hafa orðið fjölgun eftir aðgerðum á sjúkrahúsum frá því í október 2010. Ýmist hafi fjöldinn staðið í stað eða eilítil fækkun orðið.

Fram kemur í Talnabrunni, sem embættið sendir frá sér, kemur einnig fram, að áætlaður biðtími eftir aðgerð á hjartalokum hafi lengst umtalsvert milli ára. Í febrúar 2010 var áætlaður biðtími 3,5 vikur en er nú 11,4 vikur.

-Auglýsing-

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hafi þurft að fresta aðgerðum vegna mikils álags á sjúkrahúsinu í desember og janúar. Þar að auki sé talið að 6 stöðugildi þurfi við brjóstholsskurðlækningar en nú eru tæplega
3 stöðugildi fyllt. Nýting á legudeildum skurðlækningasviðs hafi auk þess verið há
undanfarið.

Á gjörgæsludeildinni við Hringbraut, þar sem öllum sjúklingum sem fara í hjartaaðgerð er sinnt, var nýtingin yfir 100% í janúar 2011. Ennfremur er bent á að frá því í september 2009 eru færri skurðstofur á Landspítala í notkun, fjöldi skurðaðgerða hefur dregist saman og biðlistar hafa í einhverjum tilvikum lengst.
Það skal þó tekið fram að fáir eru á biðlista vegna aðgerða á hjartalokum eða einungis einn nú í febrúar, í samanburði við sex í febrúar 2010.

- Auglýsing-

Talnabrunnur

www.mbl.is 28.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-