-Auglýsing-

Góðgerðarsöfnun til styrktar starfsemi Hjartaverndar

Þann 22. september 2010 var vígð stytta af hinum ástsæla tónlistarmanni Rúnari Júlíussyni á Hamborgarafabrikkunni en þar mun styttan vera varðveitt um ókomin ár. Í tilefni af því hófst formlega góðgerðarsöfnun til styrktar starfsemi Hjartaverndar en Rúnar lést langt fyrir aldur fram vegna kransæðasjúkdóms. Þessi söfnun var sett af stað að undirlagi fjölskyldu Rúnars í samvinnu við Hamborgarafabrikkuna og N1.

Viðskiptavinir Hamborgarafabrikkunnar og N1 geta lagt sitt af mörkum með því að kaupa tvöfalda hljómleikaútgáfu af minningartónleikum um Rúnar sem fram fóru í Laugardalshöll 2. maí 2009. Útgáfan er veglegt ágrip af tónlistarferli Rúnars og inniheldur 30 lög á tveimur geislaplötum, þar á meðal hið geysivinsæla “Söngur um lífið” í flutningi Páls Óskars.  Hjartavernd fær 1000 kr hlut af hverjum seldum disk. Til að heiðra minningu Rúnar enn frekar ákvað Hamborgarafabrikkan að gefa hamborgara af matseðli sínum nýtt nafn – Hr Rokk. Íoktóber renna 400 krónur af hverjum seldum Hr Rokk til Hjartaverndar.

-Auglýsing-

Hjartavernd er sjálfseignarstofnun og rekin án hagnaðarvonar. Síðustu fjörtíu árin hefur Hjartavend rannsakað helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og er í dag ein öflugasta vísindastofnun heimsins á sínu sviði.  Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga. Þó mikið sé vitað um helstu áhættuþætti hjartasjúkdóma og tíðni þeirra minnkað verulega meðal Íslendinga þá er það enn svo að sjúkdómurinn leggur allt of marga að velli. Oftar en ekki fólk í blóma lífsins, svo ekki sé minnst á þá fjölmörgu sem hafa þurft að glíma við sjúkdóminn og læra að lifa með honum. Hjartasjúkdómur sleppir ekki tökum á einum eða neinum eftir að hann hefur náð að taka sér bólfestu þó hægt sé að meðhöndla sjúkdóminn eða einkennin.  Hjartavernd hefur frá upphafi kappkostað að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og fagfólks til að hægt sé að berjast á öllum vígstöðvum við hinn illvíga sjúkdóm. Allt fræðsluefni Hjartaverndar stendur til boða án endurgjalds, hvort sem það er áhættureiknir Hjartaverndar, handbók Hjartaverndar eða fræðslubæklingar. Því skiptir stuðningur sem þessi gífurlega miklu máli til að Hjartavernd geti nú sem endra nær beitt sér að forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma til að börn, unglingar og fullorðnir öðlist betra og lengra líf.

Takmark Hjartaverndar er að finna leiðir til að greina þá sem eru í áhættu á að fá sjúkdóminn mörgum áður en hann nær bólfestu og einstaklingurinn byrjar að líða fyrir hann. Það er raunveruleg forvörn!

- Auglýsing-

Hjartavernd á mikið undir velvilja utanaðkomandi aðila sem styrkja starfsemina og þakkar fjölskyldu Rúnars þetta fallega og einstaka framlag og finnst heiður að fá að taka þátt í þessari söfnun. Framtak sem ekki hefði verið hægt að koma á án atbeina Hamborgarafabrikkunnar sem keypti styttuna og ætlar að hafa í öndvegi um ókomin ár og aðstoðar N1 við að selja hljómplötuna á bensínstöðvum sínum.

Allar nánari upplýsingar veitir Bylgja Valtýsdóttir upplýsingafulltrúi Hjartaverndar í síma 898 9632

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-