-Auglýsing-

Harðorð yfirlýsing frá unglæknum

Félag almennra lækna (FAL) sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna vinnustöðvunar 65 unglækna hjá Landspítalanunm. Félagið vísar fullyrðingum LSH um ólögmæti vinnustöðvunar almennra lækna til föðurhúsanna og ítrekar að nýtt vaktakerfi LSH brljóti lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ennfremur sé það ógnun við öryggi sjúklinga sem og öryggi starfsmanna LSH.

Í yfirlýsinguni segir ennfremur:

-Auglýsing-

,,Nýtt kerfi felur í sér fleiri næturvaktir í röð en áður var, skemmri hvíld eftir næturvakt og lengri vinnudag þá daga sem ekki eru teknar næturvaktir. Meðalvinnutími á viku verður hátt í 60 klst en hámark skv. lögum er 48 klst. Núverandi vaktakerfi er innan ramma laganna, hið nýja þverbrýtur þau. Þessi lög eru grundvöllur kjarasamninga og því er um augljóst lögbrot og brot á kjarasamningum að ræða af hálfu framkvæmdastjórnar LSH. Enda mun Læknafélag Íslands höfða mál á hendur LSH verði vaktakerfinu haldið til streitu. Fyrra kerfi brýtur ekki lög um 11 klst lágmarkshvíld og því getur það ekki talist forsenda breytinganna. Þau lög verði hins vegar einnig brotin með nýju kerfi.

 Félag almennra lækna (FAL) vísar öllu tali um samráð á bug. Félagsmönnum FAL var gefinn kostur á að mótmæla breytingunni skriflega eða hlíta henni og halda áfram vinnu sinni. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna mótmælti með bréfi en LSH virti þau að vettugi og hélt breytingunni til streitu. 1. apríl var hefðbundinn uppsagnarfrestur liðinn og skoðun FAL, studd af lögfræðingi Læknafélags Íslands, er sú að ráðningasamningur læknanna sé fallinn úr gildi. FAL lýsir því allri ábyrgð á hendur LSH fari svo að vanti lækna til vinnu og lítur svo á að LSH hafi þvingað lækna til uppsagnar.

- Auglýsing-

Eina ólöglega þvingunaraðgerðin er þannig hið nýja vaktakerfi.

FAL furðar sig einnig á hótun LSH um niðurskurð á framhaldsmenntun í læknisfræði. FAL spyr sig hvort menntamálayfirvöld telji LSH þess umkomið að meta hvaða háskólamenntun eigi að bjóða á Íslandi og hverri sé fórnandi.

Læknaráð LSH hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Þá mælist Læknaráð til þess að nýja vaktakerfinu verði frestað og að deiluaðilar vinni tafarlaust saman að lausn málsins til að tryggja öryggi sjúklinga og áframhaldandi góða þjónustu. Félag almennra lækna lýsir sig alfarið til reiðu að taka áskorun Læknaráðs.”

Deila unglækna og yfirstjórnar Landspítalans er komin í algjöran hnút. 65 unglæknar lögðu niður störf á miðnætti í gær til að mótmæla breytingum á vaktafyrirkomulagi. Geir Gunnlaugsson landlæknir lítur ástandið mjög alvarlegum augum.

Stöður unglæknanna sem gengu út í gær hafa nú verið mannaðar af sérfræðilæknum svo ástandið bitni ekki á sjúklingum. Formaður Félags almennra lækna segir Landspítalann ekki hafa svarað andmælum þeirra við breytingunum en framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir yfirstjórn spítalans hafa rétt út sáttahönd. Unglæknarnir segja að boltinn sé hjá yfirstjórn spítalans og öfugt. Svo virðist því sem deilan sé komin í algjöran hnút.

Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að honum finnist staðan alvarleg. Hann sé búinn að hafa samband við deiluaðila og óska eftir því að fundin verði lausn eins fljótt og hægt er. Hann segir að yfirstjórn spítalans og unglæknar geri sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni.

Hann treysti spítalanum og stjórnendum hans til að dekka vaktir í fjarveru almennra lækna. Hann treysti því að ungir læknar skilji mikilvægi þess að komast sem fyrst að niðurstöðu í þessu máli. Aðspurður um hvort aðgerðir unglækna væru í samræmi við alvarleika málsins sagði hann að hann sjálfur hefði kosið leið samninga og lausna sem ekki stefndu starfsemi sjúkrahúsanna í uppnám.

Ólafur Baldursson er framkvæmdastjóri lækninga á Lanspítalanum. Hann segir að spítalinn muni nýta ýmis úrræði og öryggi sjúklinga verði  tryggt. Vaktir hafi verið endurskipulagðar og aðrir læknar á spítalanum komið til starfa. Um 450 læknar starfi á spítalanum og sérfræðilæknar hafi verið fengnir til að fylla í skörðin. Hann segir að sjúklingarnir finni ekki fyrir ástandinu og að spítalinn geti þolað þetta í langan tíma.

Nýtt vaktakerfi stytti vinnulotur unglæknanna úr 16 klukkustundum í 13 klukkustundir þannig að þær falli betur að alþjóðlegum tilskipunum um vinnutíma. Þá fjölgar dagvinnustundum unglækna lítilega segir í tilkynningu frá Landspítalanum en á móti haldi unglæknar óskertum launum. Breytingarnar séu liður í þeim stórfellda niðurskurði sem spítalanum sé gert að takast á við.

Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður félags unglækna, segir að lögfræðingur Læknafélags Íslands hafi kannað málið og unglæknar fari fram í samræmi við það og því vísar hún því á bug að aðgerðirnar séu ólögmætar.

- Auglýsing -

Venjuleg vinnuvika sé 40 klukkustundir en nú sé unglæknum gert að vinna allt að 60 klukkustundir á viku án þess að fá neitt greitt til viðbótar. Unglæknar séu mjög uggandi yfir afleiðingum þess að fólk geti ekki sinnt stafi sínu almenninlega undir þeim kringumstæðum. Því telji unglæknar sig bera ábyrgð gagnvart sjúklingum að koma í veg fyrir afturför í vinnuaðstæðum lækna. Engir fundir hafa verið boðaðir til að leysa málið.

frettir@ruv.is

www.ruv.is 01.04.2010 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-