-Auglýsing-

Fjármögnun háskólasjúkrahúss skoðuð

Sú framkvæmd sem stjórnvöld vilja helst að lífeyrissjóðirnir fjármagni á næstunni er bygging nýs háskólasjúkrahúss. Slík framkvæmd tryggir fjölda fólks atvinnu, ekki síst fólk með tæknimenntun.

Það var seint í júní síðastliðnum sem skrifað var undir svokallaðan stöðugleikasáttmála. Hluti af honum var áætlun um að lífeyrissjóðirnir kæmu að því að fjármagna framkvæmdir hér á landi. Í kjölfarið voru stofnaðir tveir vinnuhópar. Annarsvegar er það hópur á vegum lífeyrissjóðanna og hinsvegar hópur á vegum stjórnvalda. Hlutverk þeirra er að velja verkefni sem lífeyrissjóðirnir fjármagni. Lítið hefur borið á niðurstöðum í málinu en nú gæti orðið breyting þar á.

-Auglýsing-

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi í vinnuhópi stjórnvalda, segir verið að skoða sérstaklega mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að byggingu Háskólasjúkrahússins. Sú framkvæmd muni skila mjög miklum arði eða tæpum 2 milljörðum á ári eftir að sjúkrahúsið hefur verið byggt. Þá sé bygging nýs háskólasjúkrahúss gríðarleg framkvæmd.

Gert er ráð fyrir að kostnaður á þeim áfanga sem nú er rætt um nemi um 45 milljörðum króna. Til samanburðar má geta að tónlistarhúsið í Reykjavík mun kosta tilbúið 23 til 25 milljarða. Svona stórar framkvæmdir eiga það sameiginlegt að tryggja fjölda fólks atvinnu

- Auglýsing-

Álfheiður segir að um sé að ræða gríðarlega mörg ársverk og fjölbreyttan mannafla þurfi til verksins. Fyrst um sinn yrði þörf á fólki í tæknistörf, það er arkitekta, verkfræðinga og svo framvegis.

www.ruv.is 06.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-