Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað um 20 prósent í Danmörku síðan árið 2001.
Danir lifa nú að jafnaði lengur með sjúkdómum sínum og þakka heilbrigðisyfirvöld þetta auknum forvörnum, aukinni notkun blóðþrýstingslyfja og lyfja sem vinna gegn háu kólesteróli. Þetta er fimmta árið í röð sem sjúklingum sem deyja af völdum hjartasjúkdóma fækkar í Danmörku segir í skýrslu þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
-Auglýsing-
www.visir.is 23.09.2008
-Auglýsing-