Franski leikarinn Jean Reno var fyrr í dag fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Leikarinn, sem er sextugur, var ásamt eiginkonu sinni í fríi á karabísku eyjunni St Barts þegar hann fékk áfallið. Hann var fluttur með flugvél á sjúkrahús þar sem hann dvelur nú á gjörgæslu.
Reno er öðlaðist alþjóðlega frægð árið 1994 þegar hann lék leigumorðingja í kvikmyndinni Leon. Í kjölfarið lék í fjölda Hollywoodmynda og hefur nýlokið við að leika í The Pink Panther 2.
-Auglýsing-
www.visir.is 21.08.2008
-Auglýsing-