-Auglýsing-

Heilbrigði án landamæra

Verði ný tilskipun Evrópusambandsins samþykkt munu sjúklingar geta fengið erlenda heilbrigðisþjónustu endurgreidda.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti 2. júlí síðastliðinn tillögu að tilskipun um rétt sjúklinga til að fá heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Tillagan hefur þó enn hvorki verið samþykkt af ráðherraráði ESB né Evrópuþinginu.

-Auglýsing-

Þar sem um er að ræða ósamþykkta tillögu er ekki búið að taka hana inn í EES-samninginn en vinnuhópar eru að skoða efni hennar og meta faglega hvort og þá hvernig eigi að taka hana inn í EES-samninginn. Verði raunin sú að tilskipunin verði hluti EES-samningsins mun hún því gilda hér á landi.

Morgunblaðið sagði á mánudag sögu Elvars Guðjónssonar sem sárkvalinn sá fram á að þurfa að bíða í 8-10 mánuði eftir mjaðmaaðgerð. Hann tók því málin í eigin hendur: gerði sér ferð til Finnlands og gekkst þar undir aðgerð á mjöðm sem kostaði um 1,6 milljónir króna. Elvar vill nú að Tryggingastofnun ríkisins greiði fyrir aðgerðina og bíður eftir svari þaðan.

Heilbrigðisþjónusta erlendis

Samkvæmt lögum greiðir Tryggingastofnun kostnað við meðferð ef sjúkratryggðum er brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis á sjúkrahúsi vegna þess að ekki er unnt að veita þeim hjálp hér á landi. „Siglinganefnd“ Tryggingastofnunar ákveður hvort þessi skilyrði eru fyrir hendi.

- Auglýsing-

Verði þessi nýja tilskipun ESB hluti EES-samningsins er ljóst að íslenskir sjúklingar munu eiga rétt á því að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis og fá endurgreitt með sjúkratryggingum hér á landi á grundvelli sömu reglna og ef þjónustan hefði verið veitt hér. Eins munu aðrir sjúklingar af Evrópska efnahagssvæðinu geta leitað bótar meina sinna hér á landi.

Þá felur tilskipunin ennfremur í sér aukið og nánara samstarf milli aðildarríkja hvað varðar miðlun læknisfræðilegra upplýsinga. Þetta væru umtalsverðar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi.

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is

Morgunblaðið 20.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-