ÞESS má vænta í framtíðinni að fyrirbyggjandi þunglyndislyf verði gefin heilablóðfallssjúklingum. Þetta kemur fram á fréttavef MSNBC.Er talið að lyfjagjöfin sé sambærileg því þegar fólk tekur lyf til að lækka blóðfitu til að fyrirbyggja hjartaáfall.
Í bandarískri rannsókn kom í ljós að heilablóðfallssjúklingar sem tóku lítinn skammt þunglyndislyfja voru 4,5 sinnum líklegri til að sleppa við þunglyndi en þeir sem fengu lyfleysu.
-Auglýsing-
Einn þriðji þeirra sem fá heilablóðfall þróar með sér þunglyndi innan tveggja ára, bæði vegna heilaskemmda og streitu sem fylgir endurhæfingunni. Þunglyndi hægir á bata sjúklinga og því telja sérfræðingar fyrirbyggjandi þunglyndislyfjagjöf geta komið sjúklingum til góða.
MOrgunblaðið 10.06.2008
-Auglýsing-