Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma, krabbameins og bílslysa mun snarfjölga næstu 20 árin, eftir því sem íbúar þróunarríkja verða efnaðri og lifa lengur, samkvæmt rannsóknarniðurstöðum sem Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, WHO, birti í dag.
Árið 2030 verða dauðsföll af öðrum völdum en smitsjúkdóma um 30% af öllum dauðsföllum í heiminum. Á sama tíma mun dauðsföllum af orsökum sem nú eru yfirleitt tengdar við þróunarríki, eins og til dæmis næringarskorti, malaríu og berklum, fækka.
Dauðsföllum af völdum krabbameins í heiminum mun fjölga úr 7,4 milljónum 2004 í 11,8 milljónir 2030, segir í skýrslu WHO, og dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma fjölga úr 17,1 milljón í 23,4 milljónir á sama tíma.
Með aukinni bílaeign í heiminum mun dauðsföllum vegna bílsslysa fjölga úr 1,3 milljónum í 2,4 milljónir.
Aftur á móti telur WHO að dauðsföllum vegna HIV/AIDS muni fjölga í 2,4 milljónir 2012 en síðan fækka í 1,2 milljónir fram til 2030.
www.mbl.is 20.05.2008