-Auglýsing-

Lögreglu gefið hjartastuðtæki

Í dag var lögreglunni á Vestfjörðum fært að gjöf hjartastuðtæki af gerðinni Samaritan PAD. Tækið færði Helga Guðbjartsdóttir lögreglustjóranum, Kristínu Völundardóttur, en það er gefið lögreglunni til minningar um eiginmann Helgu, Hjört Jónsson bakarameistara frá Flateyri.

Í frétt um málið segir að Hjörtur hafi látist 8. júní sl. Oft er talað um að hinn og þessi séu „góðkunningjar lögreglunnar” og þá í neikvæðri merkingu þess orðs. Hjörtur Jónsson var góðkunningi lögreglunnar á Vestfjörðum í orðsins fyllstu merkingu. Hann kíkti oft í kaffi á lögreglustöðina á Ísafirði og létti lögreglumönnum sannarlega lífið í daglegu amstri þeirra. Hjartar er sárt saknað af lögreglumönnum.

-Auglýsing-

Í samræmi við óskir Helgu Guðbjartsdóttur mun hjartastuðtækið verða í útkallsbifreið lögreglunnar, á Ísafirði.

www.visir.is 25.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-