Hjartavinir

Vertu velkomin á upplýsingasíðu hjartavina!

Hjartavinir

Hjartavinir eru þeir sem tengjast hjartasjúklingum á einn eða annan hátt. Hjartavinir geta verið makar, börn, foreldrar, vinir eða vinnufélagar einhvers sem er veikur. Hjartavinir geta líka verið heilbrigðisstarfsfólk eða aðrir sem annars hafa áhuga á þessum hjartansmálum. Hér er að finna efni fyrir ykkur og um ykkur.
Allir þeir sem sinna veikum þurfa viðurkenningu á stöðu sinni sem umönnunaraðilar, stuðning, huggun og upplýsingar um þetta hlutverk sitt.
Hér á valstikunni til hliðar gefur að líta efni upplýsingasíðu hjartavina. Einnig er að finna hér fyrir neðan yfirlit yfir pistla sem fjalla um hin ýmsu mál sem herja á eða tengjast hjartavinum.