-Auglýsing-

Gengur efnahagsnefnd erinda tryggingafélaga?

Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga.

Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að um sé að ræða breytingu á einni lagagrein sem að mati félagsins snerta grundvallarmannréttindi. Breytingarnar virðist falla að kröfum vátryggingarfélaganna um að fá að safna viðkvæmum heilsufarsupplýsingum frá tryggingartaka um skylda aðila eins og foreldra og systkini án samþykkis þeirra eða jafnvel vitneskju. Þessu leggst Læknafélagið gegn og vill að leitað verði skriflegs samþykkis aðstandenda tryggingataka fyrir því.

-Auglýsing-

Verði frumvarpið hins vegar samþykkt óbreytt verði ekki annað séð en efnahags- og viðskiptanefnd gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskiptahagsmuna á kostnað persónuverndarsjónarmiða einstaklingsins.

Þá segir Læknafélagið enn fremur að með frumvarpinu sé reynt að skipta þjóðinni í hinn hreina kynstofn annars vegar og hina hins vegar með því að heimila tryggingafélögum að óska eftir staðfestingu á því að tryggingartaki sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi.

- Auglýsing-

„Með slíkri heimild er orðið stutt í að tryggingarfélögin geti farið að gera greinarmun á þeim sem leggja slíka staðfestingu fram og þeirra sem það gera ekki,” segir í umsögn Læknafélagsins um breytingartillöguna. Þá óskar Læknafélagið eftir því að þingnefndin leiti álits Persónuverndar á athugasemdum félagsins.

Umsögn læknafélagsins

Frétt af vísi.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-