-Auglýsing-

Áríðandi skilaboð vegna Covid-19

Kórónaveira. Mynd: Shutterstock

Enn og aftur hefur Kóróna veiran Covid-19 hafið sig til flugs í svokallaðri þriðju bylgju. Eins og gefur að skilja veldur útbreiðsla veirunnar yfirvöldum og almenningi miklum áhyggjum og á miðnætti gengu í gildi hertar sóttvarnareglur. Sjálfur er ég með undirliggjandi hjartasjúkdóm og eitt og annað sem gerir að verkum að ég tilheyri áhættuhóp. Ég hef persónulega tekið þá ákvörðun að láta lítið fyrir mér fara og halda mig til hlés eins og kostur er og nota grímu þegar ég þarf að sinna innkaupum.  

Í ljósi þessara aðstæðna er mikilvægt að skerpa á skilaboðunum til viðkvæmra hópa en þar eru á meðal fólk með undirliggjandi hjarta og æðasjúkdóma. Leiðbeiningarnar í heild sinni er svo hægt að sjá á covid.is

-Auglýsing-

Þeir sem eru í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu

  • Aldraðir: Eftir 65─70 ára aldur eykst áhættan en hún fer einnig eftir almennu ástandi og undirliggjandi langvinnum sjúkdómum.
  • Hjarta- og æðasjúkdómar: Einstaklingar með háþrýsting, kransæðasjúkdóm, hjartabilun.
  • Krabbamein: Einstaklingar með virkt krabbamein og/eða í krabbameinsmeðferð.
  • Langvinnir lungnasjúkdómar: Einstaklingar með langvinna lungnateppu.
  • Skert nýrnastarfsemi: Einstaklingar með mikið skerta nýrnastarfsemi á skilunarmeðferð.
  • Sykursýki: Einstaklingar með sykursýki, tegund 1 og 2.
  • Offita: Einstaklingar með offitu.
  • Líffæraþegar: Hjarta, lungu, nýru.

Þeir sem eru hugsanlega í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu

  • Einstaklingar á ónæmisbælandi meðferð vegna gigtar- og sjálfsónæmissjúkdóma.
  • Einstaklingar með langvinna vöðva- og taugasjúkdóma með skerta lungnastarfsemi.
  • Barnshafandi konur.
  • Börn með ákveðna langvinna sjúkdóma.

Það sem hægt er að gera til að forðast smit

Smitleið er snerti- eða dropasmit. Veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða þurrkar sér um nefið og hraustur einstaklingur fær framan í sig dropa/úða frá þeim veika eða hendur hans mengast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti sínu. Minni líkur eru taldar á smiti við venjulegar samræður og aðra umgengni en er þó mögulegt.

Heimilisfólk viðkvæmra einstaklinga þarf einnig að huga vel að hreinlæti og hegðun, innan og utan heimilis. Mikilvægt er að takmarka líkur á að smit berist til þeirra sem eru í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu. Jafnvel getur verið ástæða fyrir þá sem eru útivinnandi eða eru virkir úti í samfélaginu að takmarka verulega umgengni við þá sem eru í áhættuhópi og fara út af heimilinu ef þeir gætu hafa smitast.

- Auglýsing-

Almenn ráð um sóttvarnir

  • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en annars er hægt að hreinsa hendur með handspritti eftir að hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna og stigahandrið. Mikilvægt er að hreinsun nái til allra „flata“ handa.
  • Hægt er að nota sótthreinsandi klúta til að þurrka af yfirborðum/snertiflötum sem margir koma við áður en þau eru snert, s.s. hurðarhúna, stigahandrið, lyftuhnappa og handföng innkaupakerra.
  • Rétt er að forðast umgengni við veika einstaklinga, s.s. með kvefeinkenni, hnerra eða hósta.
  • Grímur nýtast best þeim sem eru veikir en geta átt við fyrir einstaklinga í áhættuhópi ef smit er í samfélaginu þegar umgengni við veika er óhjákvæmileg, s.s. á biðstofum þegar sækja þarf nauðsynlega læknisþjónustu. Sjá nánar hér um notkun á grímum.
  • Einstaklingar í áhættuhópum ættu að forðast að þrífa eftir aðra, sérstaklega utan heimilis, en ef það er gert ætti að nota einnota hanska. Mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur.

Einstaklingar í áhættuhópum ættu að leggja áherslu á heilbrigt líferni eins og kostur er

  • Sofa sem best, helst 7─8 klst. á nóttu, borða hollt fæði, hreyfa sig ef þeir eiga þess kost og hlúa vel að andlegri líðan.
  • Forðumst að nota áfengi og tóbak sem bjargráð. Neysla áfengis í óhófi og reykingar veikja ónæmiskerfið auk þess að hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma.

Ef veikinda verður vart skal hafa samband við heilsugæslu (í gegnum heilsuvera.is þar sem einnig er hægt að nota netspjall, en annars í síma) eða við þann lækni sem þekkir viðkomandi best. Ef þörf er á vaktþjónustu skal hringja í 1700 (Læknavaktin). Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

Leiðbeiningarnar í heild sinni er hægt að nálgast á covid.is 

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-