-Auglýsing-

Vökunótt

116121 tiredness sets in Ég á erfitt með að sofna en dett svo út, hrekk upp eftir tæplega tveggja stunda blund.  Ég vakna hálfhræddur  líður ekki vel, veit ekki af hverju. Ég hagræði eyrnatöppunum og  sný mér á hina hliðina en mér kemur ekki dúr á auga.

Það er skrítið að vakna upp svona óttasleginn án þess að á því sé nein sérstök skýring, það er ekkert sem ég hef að óttast svo ég viti til, nema að ótti minn komi úr draumaheimum, en þar getur allt gerst.
Mig dreymir stundum mikið en ég fæ sjaldan martraðir en draumarnir geta verið óþægilegir jafnvel erfiðir og kannski eins gott að maður man þá sjaldan.

-Auglýsing-

Þegar ég ligg andvaka um miðja nótt þá er auðvelt að missa hugann á flug en hann fer stundum ekki í þá átt sem ég vil og þá þarf ég að grípa inn í. Þá tek ég upp Ipodinn minn, vel mér klassíska músík og ég byrja að slaka á og smám saman finn ég hvernig þreytan tekur yfirhöndina og þá er tími til að slökkva á músíkinni og setja eyrnatappana aftur í eyrun, koma sér fyrir á vinstri hliðinni, loka augum og vona það besta.
Svefninn er samt skrykkjóttur og ég hrekk oft upp, stundum er eins og ég sé milli svefns og vöku og það er leiðinlegur staður að vera á, ég þarf að hvílast betur. Stundum þegar ég dett út fer ég inn í draum þar sem ég er fastur mitt á milli, veit af mér  en get ekki vaknað, það er erfitt og ég hrekk upp aftur, órólegur.

Þegar svona er komið þá bæti ég stundum á mig aðeins meiri svefnlyfjum og þá sígur þreytan á mig, það er komið fram undir morgun þegar svefninn nær fullkomnum tökum á mér.  Þá koma stundum draumar sem ég man sem gefa mér mikið. Þá dreymir mig að ég sé að hlaupa um engjarnar á heimslóðum mínum á Hvanneyri, þyturinn í engjagrasinu er alveg sérstakur, sólin skín og ég finn fyrir ylnum af henni á kroppnum og ég finn fyrir slætti hjartans sem bætir í eftir því sem vöðvana vantar meira blóðstreymi. Þennan draum dreymir mig nokkuð reglulega og mér finnast alltaf jafn miklir töfrar í honum. Hann er svo raunverulegur að það er stundum erfitt að greina á milli draums og raunveruleika og það finnst mér alltaf jafn merkilegt því í draumi er ég heill heilsu og kenni mér einskins meins.

- Auglýsing-

Reykjavík 05.01.2013

Björn Ófeigsson
bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-