-Auglýsing-

Vísindi fjölmiðlar og omega-3

iStock 000015923972XSmallFjölmargar rannsóknir benda til þess að neysla á fjölómettuðum fitusýrum af omega-3 gerð hafi jákvæð áhrif á áhættuþætti hjarta-og æðasjúkdóma. Faralds-fræðilegar rannsóknir hafa  bent til þess að einstaklingar sem neyta ríkluegs magns af omega-3 séu ólíklegri en aðrir til að látast af völdum þessarra sjúkdóma. Slikt fylgnisamband sannar þó ekki að neysla á omega-3 dargi úr hættunni á hjarta-og æðasjúkdómum. Slemibirannsóknir (randomized studies) sem ætlað er að svara þeirri spurningu hafa gefið nokkuð misvísandi niðurstöður. Því eru áhrif omega-3 á tilurð hjarta-og æðasjúkdóma enn ekki fylilega ljós. Rétt er að taka fram að flestar slembirannsóknirnar hafa verið gerðar á einstaklingum með háa áhættu eða greindan hjarta- eða æðasjúkdóm. Erfitt er að færa niðurstöður slíkra rannsókna yfir á hreinar forvarnir hjá heilbrigðum einstaklingum.

Rannsókn á omega-3 magni í blóði

-Auglýsing-

Áhugavert er að velta fyrir sér hvort mælingar á omega-3 í blóði geti spáð fyrir um hættuna á hjarta-og æðsjúkdómum. Þekkt er að fylgni er á milli LDL-kólesteróls (“vonda kólesterólið”) í blóði og hættunnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Ýmis önnur lífmerki (biomarkers) hafa verið notuð til að spá fyrir um áhættu og horfur. Gæti verið samband á milli magns omega-3 í blóði og hættunnar á hjartasjúkdómum?

Í síðustu viku birtu vísindamenn við Harvard háskóla í Boston rannsókn þar sem leitast er við að svara framangreindri spurningu. Rannsökuð var dánartíðni og dánarorsakir  2.692 einstaklinga sem allir voru eldri en 65 ára og fylgt hafði verið eftir um nokkurra ára skeið. Blóðþéttni omega-3 fitusýra var mæld í upphafi rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að dauðsföll voru 27 prósent færri meðal þeirra sem höfðu mesta þéttni af omega-3 í blóði, borið saman við þá sem höfðu minnst magn af omega-3 í blóðinu. Skýrðist munurinn aðallega af færri dauðsföllum af völdum hjarta-og æðasjúkdóma. Að meðaltali lifðu þeir sem höfðu mest magn omega-3 í blóðinu tveimur árum lengur en þeir sem höfðu minnst af efninu í blóðinu. Höfundar rannsóknarinnar telja sig ekki geta svarað þvíhvort hátt magn omega-3 í blóði megi rekja til nýlegrar neyslu á fæðu sem inniheldur omega-3, eða hvort há mæligildi endurspegli neysluvenjur einstaklinganna yfir langan tíma. Þá geta ýmisr aðrir þætiir en neysla fitusýrunnar haft áhrif á þéttni hennar í blóði. Rétt er að taka fram að enginn þessarra einstaklinga tók aukalega omega-3 í formi hylkja eða olíu (supplement).

- Auglýsing-

Vísindi og fréttamennska

Stærsti netfréttamiðill á íslandi, birti frétt um ofangreinda rannsókn. Fréttin ber heitið “Getur aukið lífslíkur um tvö ár”.

Umfjöllunin er á þennan veg:
“Fólk sem er 65 ára eða eldra og borðar fisk gæti aukið lífslíkur sínar um tvö ár umfram þá sem síður neyta omega-3 fitusýra reglulega. Þetta sýna nýlegar kannanir í Bandaríkjunum í dag.
Fólk sem snæðir reglulega omega-3 fitusýrur dregur úr áhættunni á ótímabæru andláti um 27% og um líkur á hjartasjúkdómum um 35%. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum í Harvard-háskóla.
Á meðan fyrri rannsóknir hafa sýnt að neysla á omega-3 fitusýrum dragi úr áhættu á hjartasjúkdómum þá sýndi þessi rannsókn að þetta ekki ekki síður við hjá eldra fólki sem reglulega borðar fiskmeti. Rannsóknin náði til gagna 16 ár aftur í tímann og skoðaðir voru 2.700 Bandaríkjamenn 65 ára og eldri. AFP-fréttastofan greinir frá.

Þessu umfjöllun netfréttamiðilsins birtist svo á facebook-síðu Lýsis ehf Lýsi – heilsunnar vegna, undir fyrirsögninni Lýsi inniheldur mikið magn af Omega-3 fitusýrum. Enda lifa Íslendingar lengur en aðrir.

Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar netfjölmiðilsins er rétt að benda á eftirfarandi staðreyndir:

  • Rannsóknin fjallaði um forspárgildi mælinga á blóðþéttni omega-3.
  • Rannsóknin sýndi ekki fram á að fiskneysla auki lífslíkur
  • Ekki var um að ræða rannsókn á fiskneyslu.
  • Rannsóknin kannaði ekki hvort fólk snæddi omega-3 fitusýrur reglulega.
  • Rannsóknin kannaði ekki hvort neysla á omega-3 fitusýrum lengi líf eða dragi úr hættu á hjartasjúkdómum.

Því miður er umfjöllun fréttamiðla hér á landi um heilbrigðisvísindi stundum ónákvæm og villandi eins og ofangreint dæmi sýnir. Ef slíkar aðferðir eru notaðar við að koma þekkingu á framfæri við almenning er ekki von á góðu. Við hljótum að ætlast til þess að virtir fjölmiðlar fjalli um þessi efni á vandaðan og ábyrgan hátt.

Pistillinn en eftir Axel F. Sigurðsson sem heldur úti vefsíðunum www.mataraedi.is og www.docsopinion.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-