-Auglýsing-

Vilja byggja Landspítala strax

LandspítaliGóð verk verða oft til í kjölfar hörmunga og það er gleðilegt að komin sé fram þingsályktunartillaga um að byggingu nýbyggingar við Landspítalann verði haldið til streitu.

Það eru tíu þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð sem hafa lagt fram tillöguna en í henni segir meðal annars:

-Auglýsing-

Í langan tíma hefur verið rætt um byggingu nýs Landspítala og unnið að undirbúningi hans. Of langt mál er að rekja söguna alla. Fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu flutti ásamt fleiri þingmönnum þingsályktunartillögu árið 2004 um nýbyggingu við Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sagði m.a.: „Flutningsmenn vilja með tillögu þessari koma af stað vinnu til undirbúnings nýbyggingu við Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) á lóð spítalans sunnan Hringbrautar. Enn fremur er lagt til að verði af frekari sölu ríkiseigna, t.d. Landssímans, verði hluta af söluverðmætinu varið til þessa mikilvæga verkefnis.“ Síðan eru liðin tæp 10 ár en ýmiss konar undirbúningur hefur átt sér stað. Á árunum sem liðin eru frá hruni var horfið frá fyrri áformum um að byggja nýjan Landspítala frá grunni og ákveðið að vinna að ódýrari lausn með áframhaldandi notkun á eldri byggingum spítalans við Hringbraut.

Í tillögunni benda þingmenirinr á að þjóðarátak þurfi um byggingu nýs Landspítala og er það hverju orði sannara.

- Auglýsing-

Síðar í tillögunni segir meðal annars:

Ef ekki verður ráðist í byggingu nýs Landspítala inna tíðar munum við standa frammi fyrir ákveðnum álitamálum á komandi árum

Öryggi sjúklinga

Sýnt þykir að bættur aðbúnaður eykur öryggi sjúklinga og flýtir bata. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Stórir árgangar Íslendinga eru nú komnir á sjötugsaldur. Sá aldursflokkur þarf hvað mest á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Líklegt má telja að á árinu 2025 muni hlutdeild sjötugra og eldri á landinu hafa aukist um allt að 40 prósent. Að óbreyttu mun Landspítalinn ekki geta ráðið við þessa fjölgun. Núverandi húsnæði mun engan veginn mæta aukinni þjónustuþörf vegna hækkunar meðalaldurs. Flutningur á sjúklingum sem nú tíðkast eru oft nauðsynlegir en áhættusamir. Bygging 77 herbergja sjúkrahótels á lóð nýs Landspítala mun nýtast mörgum og ekki síst fólki sem þarf vegna heilsu sinnar ásamt aðstandendum að dvelja fjarri heimabyggð. Reynslan sýnir að tilkoma slíkra hótela getur bætt þjónustu við sjúklinga og fækkað legudögum.

Óbeint fjármunatap

Verði ekki af endanlegri sameiningu Landspítalans munu miklir fjármunir tapast. Rekstur Landspítala í núverandi mynd er mjög óhagkvæmur vegna þess hve dreifð starfsemin er en hún fer fram á 17 stöðum víða um höfuðborgarsvæðið, í um 100 húsum. Mikið óhagræði hlýst af tíðum flutningum sjúklinga milli starfsstöðva spítalans. Við þetta bætist að dreifing starfseminnar gerir það að verkum að teymisvinna innan spítalans er mun minni en æskilegt væri. Í ofanálag er viðhald þeirra bygginga sem Landspítalann hýsa orðið verulegt og aðkallandi. Þá má spara umtalsvert í rekstri spítalans með betri nýtingu mannafla, minni flutningskostnaði og minni leigu á öðru húsnæði undir starfsemina. Áætlanir erlendra sérfræðinga benda til þess að rekstrarlegur ávinningur af endanlegri sameiningu Landspítalans geti numið u.þ.b. 2,6 milljörðum kr. á ári miðað við verðlag ársins 2010. Það samsvarar u.þ.b. 6,5% af rekstrarkostnaði spítalans árið 2012 á verðlagi þess árs.1 Að mati flutningsmanna má í því ljósi líta á hvert ár sem bygging nýs Landspítala tefst sem ávísun á óbeint fjármunatap.

Nálægð við háskólasamfélagið

Áætlanir um að byggja nýjan Landspítala nálægt Háskóla Íslands veita tækifæri til að samnýta frekar en nú er þau tæki og tækni sem til staðar er. Nálægðin mun skapa grundvöll til sameinaðs vettvangs fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem stundar vísindarannsóknir og þekkingarsköpun. Líklegt er að slíkt umhverfi muni draga að vel menntaða heilbrigðisstarfsmenn. Við förum á mis við þetta hvert ár sem líður án nýs Landspítala.

Hér má sjá tillöguna í heild sinni

 

- Auglýsing -

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-