-Auglýsing-

Hjartaheill 30 ára

Ingjibjörg Jóna GuðmundsdóttirTelja má fullvíst að ef félagasamtaka nyti ekki við væru aðstæður sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi væntanlega heldur daprar og líklegt mætti telja að við værum ekki með jafn öfluga heilbrigðisþjónustu og raun ber vitni, þrátt fyrir áföll. Mikilvægi þessara samtaka er mikið og gríðarlegt starf er unnið mjög víða, meðal annars hjá Hjartaheill. 

Samtökin Hjartaheill urðu 30 ára þann 8. október 2013 og var af því tilefni haldið málþing í Hringsal á Landspítala. Þar sagði Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, frá félaginu og stofnun þess. Það var athyglisvert að hlusta á Guðmund og þó samtökin hafi ekki hátt í almennri umræðu hafa þau lagt hvorki meira en minna en um hálfan milljarð til Landspítala í gegnum árin að núvirði og munar nú um minna. Og samtökin eru ekki hætt því í tengslum við afmælið hafa Hjartaheill og Neistinn hrundið af stað átakinu „Styrkjum hjartaþræðina“ til að safna fyrir nýju hjartaþræðingartæki sem er orðið mjög áríðandi verkefni. Stefnt er að því að tækið verði tekið í notkun í desember næstkomandi.

Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga, flutti á málþinginu erindi um nýjungar í hjartalækningum og hjartaþræðingum. Ingibjörg er nýtekin við stöðunni sem yfirlæknir og þar tókst að fá sérfræðing til landsins sem starfað hafði erlendis og á þessum síðustu og verstu ber að þakka það.

Davíð O. Arnar, yfirlæknir Hjartagáttar, flutti erindi um gagnsemi vísindarannsókna fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðiskerfið og kom þar inn á marga athyglisverða punkta sem ekki mega gleymast í umræðunni um heilbrigðiskerfið.
Davíð fór meðal annars yfir það starf sem hann og fleiri hafa unnið að varðandi rannsóknir á gáttatifi hér á landi og hafa rannsóknir þeirra vakið athygli víða um heim.

Það er ljóst að að starfsemi hjartadeildar Landspítala væri ekki svipur hjá sjón ef ekki nyti við samtaka á borð við Hjartaheill. Stjórnvöld hafa ekki sinnt þeirri skyldu sinni að hlúa að hjartadeildinni sem skildi og því er afar áríðandi að styðja vel við bakið á félagasamtökum eins og Hjartaheill og Neistanum, styrkja hjartaþræðina.

Innilega til hamingju með afmælið.

- Auglýsing-

Björn Ófeigs

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-