-Auglýsing-

Uppskrift helgarinnar frá Holta-kjúklingi

Kjúklingur í hot spot-marineringuMatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

-Auglýsing-

Í dag færir Úlfar lesendum uppskrift að kjúklingi í Hot spot-marineringu.

Fyrir 4

- Auglýsing-

Fjórar kjúklingabringur eru marineraðar í Hot spot-marineringu og látnar liggja í 8-10 klst. (má gera degi fyrr). Þær eru eldaðar í ofni á 140 gráðum í 18 mínútur eða þar til bringan nær 71 gráðu.

Hot spot- marinering

3 stk. rauð chili-aldin
100 ml olía
20 ml dillon-síróp (hrásykurssíróp)
20 g kóríander
1 tsk. cayenne-pipar
Smá Maldon-salt

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman.

1 grasker skrælt og skorið í átta 1 cm sneiðar. Þær eru settar á bakka, penslaðar með olíu og kryddaðar með salt og pipar. Einnig er gott að setja smá ferskt rósmarín með og hvítlauk. Eldað í ofni á 180 gráðum í 18 mínútur eða þar til skífurnar verða mjúkar.

Afgangurinn af graskerinu, eða u.þ.b. 300 g, er skorinn í litla bita og passað að öll fræin séu tekin úr. Sett í heitan pott með olíu og brúnað vel. Þá er smjör sett út í og rjómi og soðið í u.þ.b. 10 mínútur. Graskerið er sett í matvinnsluvél og maukað og kryddað til með salti og pipar.

Graskersmauk

300 g grasker
150 ml rjómi
60 g smjör
Salt og pipar eftir smekk

Sveppir, gulrætur, spergilkál skorið niður og steikt létt á pönnu upp úr olíu og kryddað með salti og pipar. Smá smjörklípu bætt við í lokin.

Engifergljáinn er búinn til þannig að sykur og vatn er sett saman í pott. Engifer skorið niður í bita og soðið niður með vökvanum í u.þ.b. 45 mínútur og síðan kælt.

- Auglýsing -

Engifersíróp

500 ml vatn
250 g sykur
100 g engifer

Allt soðið saman og kælt.

Kartöflur

500 g soðnar kartöflur
50 g fersk basilíka
Salt og pipar
10 g smjör

Kartöflurnar eru soðnar í vatni, síðan steiktar aðeins á pönnu með ferskri basilíku. Kryddað með smjöri og salti og pipar.
Gaman er að skreyta diskana með kryddjurtum, rauðrófum eða radísum.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-