-Auglýsing-

Þúsund litlir englar

EngillÞað er svo margt fólk sem spyr okkur hvernig við höfum eiginlega farið að því að standa þessa baráttu. Kallar okkur hetjur og segir að við séum dugleg. Í mínum huga erum við hins vegar ekkert sérstakt fólk og ég er oft ekkert dugleg. Við erum bara fólk sem hefur lent í klónum á ósanngjarnri meðferð og þeirri meðferð þekki ég marga sem í hafa lent. Við deilum reynslu okkar ekki heldur af því við höldum að við séum sérstök. Sérstök reynsla myndi ekki hjálpa neinum. Við deilum reynslu okkar einmitt vegna þess að við vitum að það eru fleiri eins og við og okkar fannst gott að leita uppi reynslu annara á meðan á okkar fyrstu skrefum stóð.

En af hverju gátum við þá farið þessa leið? Suma daga veit ég það ekki, suma daga get ég heldur ekkert farið þessa leið, en í dag veit ég vel af hverju við höfum orkað það að berjast í þessu 8 ára stríði sem stendur enn. Það er vegna allra litlu englanna sem hafa staðið við bakið á okkur. Það er vegna þess að við eigum fólk að sem á sinn hátt gefur okkur orku, von, úrlausn gremju, gleði, von, lausnir á málum, ást og virðingu.

-Auglýsing-

Ég átti í samskiptum við einn slíkan engil í dag. Hún er bankastarfsmaður og alls engin aumingjans bankastarfsmaður eins og ég lýsti í pistlinum hér síðast. Hún er ein af þremur bankastarfsmönnum sem þekktu okkur ekki neitt á sínum tíma þegar ég kom niðurlægð og gráti næst, skríðandi úr mínum fyrrverandi banka, sem hafði ekki trú á mér lengur. Hún, ásamt hinum tveimur, tók við mér með virðingu, ég fékk bros sem ég hafði ekki fengið lengi í mínum gamla banka og ég fann léttinn þegar ég sagði sögu mína og ég var samt í lagi. Ég var samt manneskja sem hún var tilbúin til að trúa og hún tók afstöðu með okkur. Þeirri afstöðu hefur aldrei hnikað og í dag reyndi enn aftur á hana. Svarið var virðing, málinu reddað og ég sit eftir þakklát fyrir aðstoð sem ekki var sjálfsögð í ljósi stöðu mála.

Það sem hún veit ekki þessi engill, er að hún var ekki bara að leysa fyrir mér praktískt mál. Hún veit ekki að það er einmitt svona fólk eins og hún sem gerir það að verkum að ég get fundið von mína að nýju þegar mér finnst verkefnið of stórt. Það er fólk eins og hún sem hjálpar mér að sjá fram á veginn og finnast eins ég geti aðeins lengur. Það er einmitt svona fólk, hvort sem það er hún, starfsmenn hennar tveir, gyðjurnar tvær á Eiðistorgi, lögfræðingar okkar, læknarnir hans Bjössa, sjúkraþjálfarinn, sálfræðingarnir, presturinn, gjörgæsluhjúkkan, foreldrar okkar og systkyni, vinir, strákarnir okkar auðvitað og aðrir sem með okkur standa, sem gerir okkur það kleift að hafa úthald í að berjast. Takk fyrir orkuna, vonina og úthaldið elsku engill, nú sé ég glitta fram á vor.

- Auglýsing-

Árósar 16.02.2011

Mjöll Jónsdóttir

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-