-Auglýsing-

Svifryk hefur áhrif á hjarta og æðakerfið

Um áramótin skapaðist mikil umræða um svifryksmengun og loftgæði af völdum flugelda. Margir fundu fyrir óþægindum af þessum völdum og undrar engan.

Svifryksmengun og afleiðingar hennar eru vaxandi vandamál hér á landi.

Sýnt hefur verið fram á að svifryksmengun getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar, þar með talið á hjarta og æðakerfi. Talið er að allt að 60 ótímabær dauðsföll sé hægt að rekja til svifryksmengunar eða afleiðinga hennar hér á landi. Við fengum sérfræðing hjá Umhverfisstofnun til að fara yfir málið.

-Auglýsing-

Loftmengun, og þar á meðal svifryk, berst aðallega inn í mannslíkamann í gegnum öndunarfærin. Stærstu svifryksagnirnar eru síaðar út í efri öndunarvegi en minni svifryksagnir sem komast í berkjur geta verið þar í langan tíma og truflað loftskipti og leitt til bólgu og bandvefsmyndunar.

Minnstu svifryksagnirnar geta svo komist alla leið að dýpsta hluta lungnanna, lungnablaðranna, og þaðan komist inn í blóðrásina og náð til annarra líffæra.

- Auglýsing-

Hópar sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum loftmengunar eru börn, eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma s.s. hjarta-, æða- og/eða öndunarfærasjúkdóma (1). Einnig ber að hafa í huga að samsetning svifryks er mismunandi eftir því hverjar uppsprettur svifryksins eru.

Rannsóknir hafa sýnt að samsetning svifryks skipti máli varðandi hversu skaðlegt það er en svifryk sem myndast vegna bruna á jarðefnaeldsneyti virðist hafa sérstaklega alvarleg heilsufarsáhrif (2).

Síðastliðin ár hefur orðið gífurleg aukning í rannsóknum á áhrifum loftmengunar á heilsu. Hvað varðar svifryk, þá hefur það verið mjög mikið rannsakað og engin er lengur í vafa um skaðleg áhrif svifryks á heilsu.

Kerfisbundnar samantektir á rannsóknum hafa sýnt að aukning í styrk svifryks tengist aukningu í komum á spítala vegna hjarta- og æðasjúkdóma auk heilablóðfalla (3, 4). Dauðsföll vegna heilablóðfalla og langvinnar lungnateppu hafa einnig verið tengd við aukningu í svifryki (4,5). Ennfremur hefur útsetning fyrir auknum styrk af svifryki verið tengd við aukna hættu á heilabilun (6).

Í nýjustu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu um loftmengun í evrópuríkjum er áætlað að árlega séu 60 ótímabær dauðsföll á Íslandi vegna svifryksmengunar (7).

Hvað varðar íslenskar rannsóknir, þá hefur fundist samband milli útsetningar á auknum svifryksstyrk og aukningar í úttektum lyfja við lungnateppu (8). Rannsókn á áhrifum svifryks frá eldgosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sýndi samband milli hækkunar í útsetningu svifryksmengunar og bráðakoma á spítala vegna hjartasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma á höfuðborgarsvæðinu (9).

Aðrar íslenskar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á marktæk tengsl milli aukningu í styrk á svifryki og heilsufarsáhrifa. Þó er ein óbirt rannsókn, sem verður birt snemma á þessu ári, sem sýnir að aukinn styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu er tengdur við auknar bráðakomur á Landspítala vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og heilablóðfalla (10).

Þó frekari rannsókna sé þörf á Íslandi, er ljóst á því sem undan er skrifað, að huga þarf vel að því að halda loftmengun í lágmarki til að takmarka neikvæð lýðheilsuleg áhrif svifryksmengunar, og sérstaklega ber að vernda þá sem eru í viðkvæmustu hópunum.

Sólveig Halldórsdóttir
Sérfræðingur á sviði loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun

Heimildir:

- Auglýsing -
  1. Schulze F, Gao X, Virzonis D, Damiati S, Schneider MR, Kodzius R. Air Quality Effects on Human Health and Approaches for Its Assessment through Microfluidic Chips. Genes. 2017;8(10):244.
  1. Lippmann M, Chen LC, Gordon T, Ito K, Thurston GD. National Particle Component Toxicity (NPACT) Initiative: integrated epidemiologic and toxicologic studies of the health effects of particulate matter components. Res Rep Health Eff Inst. 2013(177): 5-13.
  2. Ab Manan N, Aizuddin AN, Hod R. Effect of Air Pollution and Hospital Admission: A Systematic Review. Ann Glob Health. 2018;84(4):670-8.
  3. Shah ASV, Lee KK, McAllister DA, Hunter A, Nair H, Whiteley W, et al. Short term exposure to air pollution and stroke: systematic review and meta-analysis. BMJ. 2015;350:h1295.
  4. Song Q, Christiani DC, XiaorongWang, Ren J. The global contribution of outdoor air pollution to the incidence, prevalence, mortality and hospital admission for chronic obstructive pulmonary disease: a systematic review and meta-analysis. Int J Environ Res Public Health. 2014;11(11):11822-32.
  5. Peters R, Ee N, Peters J, Booth A, Mudway I, Anstey KJ. Air Pollution and Dementia: A Systematic Review. J Alzheimers Dis. 2019;70:S145-S63.
  6. European Environment Agency. Air quality in Europe – 2020 report. Luxembourg: Publications Office of the European Union, 2020.
  7. Carlsen HK, Zoëga H, Valdimarsdottir U, Gislason T, Hrafnkelsson B. Hydrogen sulfide and particle matter levels associated with increased dispensing of anti-asthma drugs in Iceland’s capital. Environ Res. 2012;113:33-9.
  8. Carlsen H, Gislason T, Forsberg B, Meister K, Thorsteinsson T, Jóhannsson T, et al. Emergency Hospital Visits in Association with Volcanic Ash, Dust Storms and Other Sources of Ambient Particles: A Time-Series Study in Reykjavík, Iceland. International Journal of Environmental Research and Public Health. 2015;12(4):4047.

10. Halldórsdóttir S. Air pollution in Reykjavík and emergency hospital visits: A population-based case-crossover study. Reykjavík: University of Iceland; 2020.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-