-Auglýsing-

Sóldýrkendur lifa lengur

SólbaðLífslíkur kvenna sem fara í sólbað eru helmingi meiri en þeirra sem forðast sól. Þetta eru niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar, en frá þessu er sagt á ruv.is.

Vísindamenn við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og háskólann í Lundi fylgdust með um þrjátíu þúsund konum í Suður-Svíþjóð á aldrinum 25-64 ára í tuttugu ár. Niðurstöður þeirra birtast í nýjasta tölublaði læknaritsins Journal of Internal Medicine. 

Þátttakendur í rannsókninni voru meðal annars spurðar um sólbaðsvenjur sínar: hvort að þær sóluðu sig á sumrin eða veturna, heimsóttu sólbaðsstofur, eða færu í sólarlandaferðir. Konur sem svöruðu öllum spurningunum neitandi reyndust hafa helmingi minni lífslíkur en þær sem svöruðu játandi á tímabili rannsóknarinnar.

Vísindamennirnir segjast eiga eftir að rannsaka nánar hvaða sjúkdómar gætu skýrt þessa hærri dánartíðni, en segja við sænska dagblaðið Dagens nyheter að þegar sé ljóst að stór hluti kvennanna hafi þjáðst af hjarta- og æðasjúkdómum eða fengið heilablóðfall.

Ein kenning þeirra er að konurnar sem forðuðust sólina hafi þjáðst af d-vítamínskorti, sem valdið getur fjölmörgum sjúkdómum. Önnur kenning er að sólarljósið virkji melatónín-framleiðslu líkamans, sem meðal annars dregur úr hættu á sykursýki.

Við þetta má bæta að samkvæmt þessari frétt sem við birtum hér á hjartalif.is síðastliðið sumar virðast sólböð jafnvel draga úr tíðni hjartaáfaalla.  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-