ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð.
Móðir Anneyjar Birtu, Guðrún Bergmann, sem er formaður Neistans, kveðst afar þakklát fyrir stuðninginn við félagið en á hverju ári fæðast hér á landi allt að 70 börn með hjartagalla.
Hálsmenið ber heitið Hjartarfi og er það selt í versluninni Leonard. Hönnuðir eru Eggert Pétursson og Sif Jakobs.
-Auglýsing-
Morgunblaðið 06.12.2008
-Auglýsing-