-Auglýsing-

Sameining bráðamóttaka skerðir ekki þjónustu

Sameining bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi og á Hringbraut mun ekki lengja tímann sem líður frá því hjartasjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi uns hann er kominn undir hendur sérfræðinga á Hringbraut.

Þetta kom fram í svari Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Framsóknarflokksins í síðustuu viku. Sameinging bráðamóttakanna stendur nú yfir og verður eftileiðis í Fossvogi. Bráðamóttökunni á Hringbraut verður hins vegar breytt í svokallaða hjartamiðstöð þar sem veitt verður almenn og sérhæfð göngudeildarþjónusta, dagdeildarþjónusta og bráðaþjónusta.

-Auglýsing-

Í svari ráðherra segir að í undirbúningi fyrir sameiningunni hafa fjölmargir starfshópar unnið að endurskoðun verkferla til að bæta þjónustu og koma í veg fyrir tafir í meðferð við breytingarnar. Þannig hafi sjónum verið beint sérstaklega að sjúklingum með bráða kransæðastíflu sem þurfa að komast í hjartaþræðingu innan 90 mínútna frá komu. Framkvæmdar hafa verið tímamælingar á slíkum ferli sem hefst í Fossvogi og sýna þær að hægt er að undirbúa sjúkling fyrir þræðingu og flutning á 10-15 mínútum, um leið og hjartaþræðingarteymi er kallað út.

Þá segir ennfremur að starfshópur sé nú að ljúka störfum við að endurskipuleggja feril sjúklinga sem greinast með bráða kransæðastíflu í sjúkrabíl á höfuðborgarsvæðinu eða á bráðadeild í Fossvogi og markmiðið er að stytta tímann frá greiningu til nauðsynlegrar meðferðar Með áðurnefndum aðgerðum telur Landspítali að tryggt verði að tími frá komu sjúklings til nauðsynlegrar meðferðar verði áfram innan settra marka og muni ekki lengjast.

- Auglýsing-

www.visir.is 29.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-