-Auglýsing-

Reykingakonur deyja 11 árum fyrr en þær sem ekki reykja

iStock 000014306310XSmallKonur fæddar í kringum 1940 tilheyrðu fyrstu kynslóð kvenna sem tóku það upp að reykja umtalsvert magn af sígarettum í gegnum meirihluta fullorðinsára sinna. Þessar konur eru nú að eldast og því fyrst nú hægt að skoða raunveruleg áhrif reykinga á lífslíkur þeirra ásamt því að athuga hver áhrif reykinga voru á lífslíkur þeirra sem hættu reykingum á einhverjum ákveðnum aldri.
1,2 milljónir breskra kvenna tóku þátt í rannsókninni eftir að 100,000 konur höfðu verið útilokaðar úr rannsókninni vegna mögulegra áhrifa annara sjúkdóma á niðurstöðurnar. Allar þessar konur svöruðu til um reykingarvenjur sínar í fortíð sinni og fram að þeim tíma sem rannsóknin var gerð, konurnar þá flokkaðar eftir reykingarvenjum sínum og svo fylgst með breytingum á reykingarvenjum þeirra og skráningum um andlát í opinberum gögnum til 1. Janúar 2011.
Niðurstöðurnar eru skýrar.

Helstu dánarorsakir reykingakvenna eru sjúkdómar sem reykingar eru þekktar fyrir að hafa áhrif á eins og lungnakrabbamein, krónískir lungnasjúkdómar, hjartasjúkdómar, blóðtappar ásamt sjúkdómum í öndunar- og æðakerfi.
Dánarlíkur reykingakvenna eru þrefaldar þegar miðað er við dánarlíkur þeirra sem ekki reykja.
Sígarettur sem markaðssettar eru með lágt innihald eiturefna og tjöru eru ekki lágt skrifaðir skaðvaldar á heilsu. Jafnvel þó konur reyki slíkar sígarettur þá mun meira en helmingur þeirra deyja vegna reykinga sinna ef þær hætta ekki í tæka tíð.
Konur sem reykja lítið (um 10 sígarettur á dag) hafa tvöfalda dánartíðni miðað við þær sem ekki reykja.
Konur sem hætta að reykja um 30 ára aldurinn eru ekki í mikið aukinni hættu á að deyja fyrr en þær sem ekki hafa reykt. Þær hafa stytt líf sitt um einn mánuð ef miðað er við lífstíma þeirra sem ekki reykja en með því að hætta að reykja þetta snemma þá losna þær við 97% af þeirri auknu áhættu sem fylgir því að halda áfram að reykja.

-Auglýsing-

Þær konur sem hætta að reykja um  40 ára aldurinn deyja einu ári fyrr en jafnöldrur þeirra sem aldrei reyktu. Með því að hætta um forða þær sér frá 90% af þeirra auknu áhættu sem því fylgir að halda áfram að reykja en dánartíðni þeirra er þó alltaf meiri en þeirra sem ekki reykja. Áratugum eftir að hafa hætt að reykja er enn 20% aukin hætta á að deyja miðað við jafnöldrur þeirra sem aldrei reyktu.
Þær konur sem ekki hættu að reykja dóu um 11 árum fyrr en þær konur sem ekki höfðu reykt.
Konur lifa að meðaltali lengur en karlar. Þessi rannsókn sýndi hins vegar að ef konur reykja eins og karlmenn þá deyja þær eins og karlarnir og stytta líf sitt verulega.
Konur sem byrjuðu að reykja reglulega þegar þær voru 15 ára voru enn mörgum áratugum síðar með hærri dánartíðni en þær sem byrjuðu að reykja 19 ára. Líkur þeirra á lungnakrabba var enn einnig mun meiri en þeirra sem einungis byrjuðu að reykja þessum 4 árum seinna.

Það skal tekið fram að þessi rannsókn hófst þegar konurnar voru orðnar 50 til 69 ára. Þær sem þá þegar þjáðust af sjúkdómum voru útilokaðar frá rannsókninni til að tryggja að allar konurnar væru heilbrigðar þegar grunnmæling var gerð. Þetta þýðir þó að líklegt er að einhverjar af þeim sem voru útilokaðar hafi í raun verið veikar vegna reykinga. Það má því áætla að þessar tölur um aukna dánartíðni reykingarkvenna séu varlega áætlaðar. Þá er af sömu sökum einnig hægt að áætla að 11 ára stytting lífstíma þeirra kvenna sem reykja sé varlega áætlaður þar sem einungis eru með í þessari rannsókn þær konur sem enn voru á lífi og tilheyrðu þeim árgöngum kvenna sem voru 50 til 69 ára við upphaf rannsóknar. Þær sem dóu áður en rannsóknin hófst voru því ekki með en líklegt er að hluti af þeim hópi hafi reykt og dáið af reykingatengdum orsökum. Ef rannsóknin hefði því hafist fyrr og ævilengd þessara kvenna verið með í rannsókninni eru líkur til að örlög þeirra hefðu haft áhrif og hækkað árafjöldann sem skilur á milli lífslíkna þeirra kvenna sem reykja og reykja ekki. Út frá því er hægt að segja að kannski sé það varlega áætlað að þær konur sem reykja deyi 11 árum fyrr en þær sem ekki reykja.

- Auglýsing-

70% þeirra sem reykja vilja hætta að reykja. Það er því aldrei óhætt að byrja að reykja með því hugarfari að ætla að hætta snemma því þrátt fyrir mikinn vilja til að hætta virðist stærsta hópnum ekki takast að hætta þegar hann vill það.
Að lokum skal hér tekið fram að í þessari rannsókn er einungis verið að mæla dánartíðni. Þær konur sem reykja meirihluta fullorðinsára sinna deyja 11 árum fyrr en þær sem ekki reykja. Þá er ekki verið að taka til þau ár sem þessar konur þjáðust af sjúkdómum áður en þær dóu. Þessi 11 ár sem þær styttu líf sitt um koma því í framhaldi af einhverjum árum sem ekki eru tilgreind í þessari rannsókn þar sem lífsgæði eru verulega skert vegna sjúkdóma.

Tekið upp úr rannsókn:
Pirie, K., Peto, R., Reeves, G. K., Green, J. & Beras, V. (In press, available online 26 October 2012). The 21st century hazards of smoking and benefi ts of stopping: a prospective study of one million women in the UK. The Lancet. doi:10.1016/S0140-6736(12)61720-6

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-