-Auglýsing-

Paleo mataræðið

Þorskur með grænmetiMataræði er okkur hugleikið þessa dagana og næstu daga ætlum við að fjalla um eitt og annað því tengt. Veljirðu Paleo mataræðið máttu borða allt magurt kjöt, ljóst eða rautt, allt sjávarfang og eins mikið og þú vilt af ávöxtum, berjum og grænmeti sem ekki inniheldur sterkju. Þú mátt ekki borða mjólkurvörur, morgunkorn, baunir, sterkju eða unnar matvörur. Þess má geta að Eldum rétt sem sendir tilbúið hráefni til neytenda á höfuðborgarsvæðinu er með Paleo pakka í hverri viku.

Paleo mataræðið er dæmi um svokallað steinaldarmataræði (stoneage diet) eða hellisbúamataræði (caveman diet). Hugmyndafræðin byggir á því að matur sem kemur beint úr náttúrinni sé hollastur. Allar aðferðir til að hafa áhrif á matvæli með nútímatækni eða öðum aðferðum matvælaiðnaðarins eru samkvæmt þessum kenningum ónáttúrulegar. Þar til landbúnaður kom til sögunnar, fyrir um 10 þúsund árum, borðaði maðurinn ekki kornvörur, baunir, kartöflur, mjólk eða unnar sykurvörur. Því skalt þú ekki gera það heldur!

-Auglýsing-

Dr. Loren Cordain, einn af hugmyndasmiðunum á bak við Paleo mataræðið, hefur rannsakað steinaldarmataræði mikið. Fræðigrein þá sem hann ástundar mætti í raun kalla næringarmannfræði. Paleo vísar til svokallaðs “Paleolithic” tímaskeiðs í sögu mannsins. Þetta tímaskeið var gríðarlega langt og er talið hafa staðið frá 2.5 milljónum fyrir Krist til 10.000 fyrir Krist, eðe í rétt tæpar 2.5 milljónir ára. Cordain hefur kafað langt aftur í sögu mannkynsins til þess að komast að því hvað þessir forfeður okkur, sem lifa þurftu í beinu samneyti við náttúrunna, lögðu sér til munns.

Rannsóknir á DNA hafa sýnt að erfðamynstur mannsins hefur lítið breyst þau 2.6 milljón ár sem talið er að maðurinn hafi lifað á jörðinni. Erfðamengi mannsins hefur breyst minna en 0.02% á 40 þúsund árum. Flestir nútímasjukdómar eins og krabbamein, offita, sykursýki og hjartasjúkdómar hafa sprottið upp á sama tíma og maðurinn hefur gjörbreytt mataræði sínu. Nútima mataræði er gjörólíkt því  sem maðurinn hefur búið við meginhluta tilvistar sinnar. Hellisbúi sem lifði á Paleolithic tímanum, fyrir 750 þúsund árum, hefði ekki fundið mataræði við sitt hæfi á McDonalds.

En hvað borðaði Paleo maðurinn og hvers vegna. Hann drakk ekki mjólk því það var ómögulegt fyrir hann að mjólka hættuleg villidýr. Hann borðaði ekki morgunkorn, hann saltaði ekki matinn sinn, hann notaði ekki hefðbundinn sykur eða sætuefni, nema hugsanlega hunang þegar hann komst yfir það. Vilidýr voru meginuppspretta fæðu Paleo mannsins. Hann borðaði því mikið af eggjahvítu (prótínum) og lítið af kolvetnum. Öll kolvetni fékk hann úr ávöxtum, berjum og grænmeti án sterkju. Tefjamagn var mikið.

Greining á mataræði hins hefðbundna meðal Bandaríkjamanns hefur sýnt að hann fær 31% af hitaeiningum sínum úr kornvörum, 14% úr mjólkurvörum, 8% úr dyrkkjarvörum eins og gosdrykkjum og ávaxtadrykkjum, 4% úr olíum og salatsósum og 4% úr sælgæti. Samanlagt gera þetta 61%. Því er ljóst að nútímamaðurinn fær næstum tvo þriðju þeirra hitaeininga sem hann neytir í dag úr fæðu sem ekki var til fyrir tilkomu nútíma landbúnaðar, fyrir um 10 þúsund árum. Þótt við fáum restina, 39% úr dýrarikinu er sú vara oftast framreidd á allt annan hátt en á tímum Paleo mannsins. Dæmi um slíkar unnar vörur úr dýraríkinu eru pylsur, kjötfars, beikon og ýmsar aðrar unnar kjötvörur og álegg.

- Auglýsing-

Dr. Loren Cordain telur að afturhvarf til mataræðis forfeðra okkar, sem byggir á því að borða allt sem hægt er að veiða, safna eða tína, muni leysa mörg af heilsufars-vandamálum nútímans. Sumir hafa varað við að eggjahvítaneysla geti orðið óhóflega mikil á Paleo mataræðinu vegna mikillar neyslu á kjöti og fiski. Cordain fullyrðir þó að ekki sé hætta á þessu ef þú gætir þess að borða mikið af grænmeti berjum og ávöxtum. Sumir hafa einnig gangrýnt einarða og neikvæða afstöðu Cordains til kornmetis sem margir telja að eigi að vera mikilvægur hluti af mataræði okkar í dag.

Paleo mataræðið hefur ýmsa kosti. Það er tiltölulega einfalt. Þú mátt borða eins mikið og þú vilt, kjöt og eggjahvíta er yfirleitt mettandi matur. Paleo mataræðið var fyrst og fremst hannað sem hollt mataræði sem er manninnum eðlilegt og var ekki því ekki hugsað sérstaklega sem megrunarfæði. Fæðan sem Paleo byggir á er þó ekki alltaf mjög aðgengileg og getur verið dýr. Kjöt, fiskur og ávextir er ekki ódýr matvara hér á landi. Ef þú ert of þung/þungur og neytir mikilla kolvetna er þó mjög líklegt að þú munir léttast talsvert á Paleo.

Pistillin kemur úr smiðju Axels F. Sigurðssonar hjartalæknis sem heldur úti vefsíðunum mataraedi.is og docsopinion.com

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-