-Auglýsing-

Ójöfnuður hefur gífurleg áhrif á heilsu

michael-marmot-006Félagslegur ójöfnuður hefur geysileg áhrif á heilsu. Samkvæmt rannsóknum eins þekktasta vísindamanns á þessu sviði í heiminum munar allt að 30 árum á lífslíkum breskra karla í sömu borg eftir stöðu þeirra.

Michael Marmot gerði merka skýrslu um ójöfnuð og heilsu fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og skýrsla hans fyrir Bretland um sama efni hefur haft svo mikil áhrif að stærstur hluti sveitarfélaga þar ætlar að fara að tillögum hans og breska ríkisstjórnin vill að barátta gegn ójöfnuði sé meginefni í heilbrigðisstefnu hennar.

-Auglýsing-

Þá ætla sveitarfélög í Suður-Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum að fara að tillögum hans sem hann skiptir í sex lykilatriði. Sjö árum munar að meðaltali á lífslíkum þeirra fimm prósenta bresku þjóðarinnar sem verst og best eru settir.

„En á sumum svæðum eins og t.d. í Glasgow geta karlar í fátækrahverfum Glasgow vænst þess að ná 54 ára aldri. 54 ára. Í hverfum ríkra eru það 82 ár. Þarna er 28 ára munu á lífslíkum innan Glasgowborgar,“ sagði Marmot í viðtali við fréttastofu RÚV.

- Auglýsing-

En hvernig skyldi standa á þessum mikla mun?

„Nú ég tel það ráðast af þessum sex þáttum sem ég fjallaði um. Þroskakostir í æsku, menntun, starf og starfsaðstæður, að hafa nóg fé til framfærslu, búseturskilyrði og aðstæður á vinnustað. Og svo óhollir lífshættir.“

Ekki er nóg með að mikil munur sé á lífslíkum heldur mega þeir sem lifa styst búast við að lifa í tuttugu ár með skerta heilsu en þeir sem lifa lengst aðeins í tólf ár.

www.ruv.is  28.06.2013

Myndin er fengin af vef RÚV

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-