-Auglýsing-

Öryggi sjúklinga í hættu

„ÉG skil ekki hvernig þetta á að geta gengið eins og það er sett upp fyrir okkur, að þjónustan minnki ekki og gæði þjónustunnar rýrni ekki, það eru markmiðin en ég tel það bara útilokað,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Meðal sparnaðaraðgerða á Landspítala er að endurnýja ekki tímabundnar ráðningar. Hópur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga sem og ungra lækna sem hófu störf í vor mun því brátt missa vinnuna.

-Auglýsing-

Verulegt áhyggjuefni
„Svo óttast maður að þetta endurtaki sig 2010 og nýútskrifaðir fái þá bara sumarafleysingar, því það verður ekkert auðveldara ár. Þannig að þetta er okkur verulegt áhyggjuefni,“ segir Elsa.

Auk nýráðinna hefur líka verið ákveðið að ekki verði ráðið í stöður þeirra sem fara í fæðingarorlof eða veikindaleyfi af LSH. Elsa bendir á að í hópi hjúkrunarfræðinga séu fyrst og fremst konur og mikil hreyfing sé jafnan á starfsliðinu. Hún óttast því að hugsanlega muni fækka mjög ört í hópnum.

- Auglýsing-

Meira álag á færri starfsmenn
Í ofanálag verður nú nokkrum legudeildum breytt í dagdeildir, sem þýðir að mati Elsu að sjúklingar verði „þyngri“, þ.e.a.s. krefjist meiri hjúkrunar, þann tíma sem þeir liggja inni. „Þegar þetta leggst saman er augljóst að álagið á þá sem eru að störfum eykst verulega.“

Fleiri leiti til annarra landa
Elsa segir því ekki raunhæft að ætla að þjónusta við sjúklinga skerðist ekki neitt, þegar vinnuálag eykst svo mjög á starfsfólkið.

„Ég tel það útilokað og ef það væri hægt þá værum við að segja að það hefði verið verulega ofmannað og reksturinn ekki nógu góður.“

Líklegt er að hjúkrunarfræðingar muni í auknum mæli leita til nágrannalandanna eftir störfum og ungir læknar muni að sama skapi halda fyrr en áður út í sérnám.

Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segir dæmi um skammtímaráðningu ungra lækna, í sex mánuði í stað tveggja ára. Hugsanlega sé í spilunum fækkun stöðugilda yngri lækna, sem sé varasamt.

Vinnuálagið hættulega mikið
„Nánast allir unglæknar hafa upplifað það að vinnuálagið sé of mikið á Landspítalanum þannig að það sé hættulegt sjúklingum,“ segir Þórey og bendir máli sínu til stuðnings á gríðarlega ógreidda yfirvinnu sem ungir læknar inna af hendi.

„Þess vegna tel ég faglega óráðlegt að auka vinnuálagið meira, ég get ekki séð að það sé möguleiki á hagræðingu með því að fækka stöðugildum án þess að mjög víða verði öryggi sjúklinga ógnað.“

www.mbl.is. 10.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-