Umsjónarlæknir í neyðarsjúkrabíl Slökkviliðsins óttast að sjúkraflutningamenn geti ekki veitt bestu mögulegu meðferð við hjartastoppi í heimahúsi verði læknir ekki með í för. Læknir verður ekki lengur í neyðarsjúkrabíl Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu nái sparnaðartillögur Landspítalans fram að ganga.
Yfirstjórn Landspítalans hefur tilkynnt þeim læknum sem manna neyðarbílinn svokallaða að störf þeirra varði lögð niður þann 15. janúar í sparnaðarskyni.
-Auglýsing-
Bjarni Þór Eyvindsson, umsjónarlæknir neyðarbílsins, segir bílinn hafa sannað gildi sitt á þeim 30 árum sem hann hafi gengið.
www.ruv.is 12.12.2007
-Auglýsing-