-Auglýsing-

Möguleg líffæragjöf í höndum ættingja

Líffæragjafakort sýna einungis almennan vilja þess sem gengur með slíkt kort en hefur ekki lagalegt gildi. Ákvörðun um líffæragjöf dáins einstaklings er því í höndum ættingja hvort sem viðkomandi er með líffæragjafakort eða ekki. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær.

Guðlaugur sagði fjölda útgefinna líffæragjafakorta ekki vera þekktan hér á landi en með þeim getur fólk sagt til um hvort það vilji gefa líffæri eða ekki, og þá jafnvel hvaða líffæri. „Miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við stöndum við okkur nokkuð vel,“ sagði Guðlaugur varðandi tíðni líffæragjafa hér á landi og benti á að Ísland væri í næsthæsta flokki Evrópuþjóða hvað það varðaði.

-Auglýsing-

Siv sagði ljóst að þessi mál væru í ólestri hér á landi og velti því upp hvort gera ætti kortin lagalega bindandi, t.d. með því að binda þau við ökuskírteini, eða jafnvel fara þá leið að ganga út frá svokölluðu ætluðu samþykki, fremur en ætlaðri neitun, þ.e. að fólk vildi gefa líffæri nema annað kæmi fram. Guðlaugur taldi það hins vegar ekki koma til greina og vísaði til ráðlegginga frá Spánverjum sem hefðu farið þá leið.

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is

- Auglýsing-

www.mbl.is 21.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-