-Auglýsing-

Mindray hjartastuðtæki með AED eftirlitskerfi

Á hverju ári lenda á milli 100 og 200 einstaklingar í því að fá hjartastopp utan sjúkrahúss og aðeins um 20% þeirra lifa af. Í þessum tilfellum geta hjartastuðtæki komið að miklu gagni og bjargað mannslífum.  

Þetta getur komið fyrir heimilismeðlimi, æfingafélaga, vinnufélaga, ferðafélaga og þetta getur gerst hvar sem er, úti á götu, í ræktinni, á fótboltaleik, heima í eldhúsi, sumarhúsi eða uppi á fjöllum.

-Auglýsing-

Skiptir máli að tækin séu til staðar

Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að stuðla að því að hjartastuðtæki séu til staðar á sem flestum stöðum auk þess sem hjartastuðtæki í sumarhúsum og fjallaferðum gæti verið góður kostur þar sem langt er á næsta sjúkrahús. Í raun má segja að fjárfestingin í hjartastuðtæki sé smámunir miðað við að hjartastuðtæki getur skilið á milli feigs og ófeigs.

Sífellt fjölgar þeim möguleikum sem eru í boði og nýjasta viðbótin eru hjartastuðtæki frá Mindray en Líftækni ehf er söluaðili fyrir hér á landi.

- Auglýsing-

„Líftækni er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu og lausnum á heilbrigðissviði með áherslu á rannsóknavörur og líftæknivörur ásamt lækningatækjum og við erum komin með þessi nýju hjartastuðtæki frá Mindray, sem eru snjallari en öll önnur á markaðnum,“ segir Hildur Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri lækningatækja. „Þessi tæki eru frábær nýjung, en þeim fylgir svokallað AED Alert-kerfi sem starfsmenn Líftækni sjá um að sinna.”

Einstakt eftirlitskerfi

„AED Alert kerfið er eftirlitskerfi sem fylgist stöðugt með tækjunum í gegnum 4G og lætur vita ef þau eru notuð, þau færð úr stað eða líftími rafhlöðunnar eða rafskauta er að renna út. Fyrir vikið kemurðu aldrei að ónothæfu tæki og þau týnast ekki ef þau eru færð til,“ segir Hildur. „Í kerfinu eru líka geymdar upplýsingar um notkun tækisins á öruggan hátt, en þessar upplýsingar geta verið mikilvægar fyrir þá sem taka við sjúklingnum að endurlífgun lokinni.

Einfalt og alsjálfvirkt

Hjartastuðtækið er sjálfvirkt og talar við þig valkvætt á íslensku eða ensku meðan á endurlífgun stendur. Tækið inniheldur svokallaðan ResQNavi sem er öflugur aðstoðarmaður sem metur hæfni þess sem notar tækið hverju sinni og leiðbeinir eftir þörfum. Tækið er stöðugt að hvetja viðkomandi áfram og  gefur skýr og góð fyrirmæli meðan á endurlífgun stendur. Á sama tíma er leiðbeinandi myndband í gangi á litaskjá tækisins. Þessi tækni gerir það að verkum að sá sem er að veita endurlífgun verður öruggari í sinni framkvæmd.

Tækið er vel útbúið og meðal annars.

  • 7“TFT Litaskjár
  • Sjálfvirk aðlögun skjábirtu
  • Nákvæmt myndband til leiðbeiningar
  • Tvö tungumál íslenska/enska
  • Sama rafskaut fyrir fullorðna og börn

Tækið inniheldur svokallaða Qshock tækni sem er hannað til þess að meta ástand sjúklings og hvort þörf sé á straumi og þá hversu sterkum. Þessi tækni eykur líkurnar á betra viðbragði sjúklings og þar af leiðandi betri útkomu endurlífgunar. Straumurinn getur verið allt að 360 BTe sem er öflugra en mörg önnur tæki bjóða uppá og er nauðsynlegt þegar til dæmis um stóra, vöðvamikla einstaklinga er að ræða.

Tækið er einstaklega fljótt að hlaða sig upp og getur gefið fyrsta straum á innan við 8 sekúndur. Ekki þarf að ýta á takka til að gefa straum, heldur er það sjálfvirkt og gefur sjálft straum þegar þörf er á.

Tækið er vatnshelt og rykþolið, og þolir allar þær erfiðu aðstæður sem íslenskt veðurfar og landslag hefur uppá að bjóða.

Eftirlitskerfið skráir staðsetningu

Eins og áður sagði fylgir öllum seldum tækjum eftirfylgni með AED alert eftirlitskerfinu sem starfsmenn Líftækni sjá um að sinna.
Þetta er alveg nýtt og frábær nýjung í þessum geira,“ segir Hildur. „Þetta býður líka upp á ótrúlega möguleika. Þar sem öll tækin gefa út nákvæma GPS-staðsetningu væri hægt að kortleggja staðsetningu allra hjartastuðtækja á landinu, svo það sé alltaf hægt að ganga að þeim vísum og vita um leið með vissu að þau séu nothæf þegar á þarf að halda. Ef neyðarkall berst og öll tæki landsins eru skráð í kerfið er auðvelt að vísa fólki á næsta tæki.

Í Danmörku er fólk sem hefur tekið að sér að vera hjartahlauparar, sem þýðir að þau hlaupa til og veita endurlífgun ef þörf er á í þeirra nágrenni,“ segir Hildur. „Með slíku kerfi og nákvæmum gagnagrunni yfir öll hjartastuðtæki landsins væri án efa hægt að bjarga enn fleiri mannslífum.“

Hægt er að fá nánari upplýsingar á vefsíðu líftækni ehf eða með því að senda póst á info@liftaekni.is.

Hér fyrir neðan eru myndskeið þar sem fjallað er um tækin.

- Auglýsing -



-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-