-Auglýsing-

Mikilvægi góðrar næringar á tímum Covid-19

Nú á tímum Covid-19 er gott að minna á mikilvægi þess að borða reglulega hollan og fjölbreyttan mat og stuðla þannig að góðri heilsu og vellíðan.

Þegar talað er um hollan mat er átt við matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi svo sem ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir, linsur og jurtaolíu. Þá flokkast feitur og magur fiskur einnig þar undir ásamt fituminni mjólkurvörum og kjöti. Mælt er með að takmarka neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur.

-Auglýsing-

Engar fæðutegundir eða fæðubótarefni eru talin geta komið í veg fyrir að fólk sýkist af Covid-19. Til að styðja við ónæmiskerfið er mælt með því að borða hollan og fjölbreyttan mat til að tryggja að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast. Undantekning frá þessu er D-vítamín, en það er í fáum fæðutegundum og því nauðsynlegt að taka það sérstaklega inn sem fæðubótarefni yfir vetrarmánuðina, t.d. lýsi eða D-vítamíntöflur. Þá er gott að hafa í huga að mikilvægt er að halda rútínu í daglegu lífi og þar á meðal að hafa reglu á máltíðum, gefa sér góðan tíma til að borða og njóta matarins.

Á vef embættis landlæknis er að finna nánari upplýsingar um Ráðleggingar um mataræði Opnast í nýjum glugga, einnig sérstakar Ráðleggingar fyrir eldra fólk við góða heilsu Opnast í nýjum glugga og hrumt eða veikt eldra fólk Opnast í nýjum glugga.

- Auglýsing-

Ráðleggingar um mataræði í hnotskurn:

  1. Borðum fjölbreytt fæði í hæfilegu magni.
  2. Borðum 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 skömmtum á dag. Veljum gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergilkál, hvítkál og blómkál.
     
  3. Borðum heilkornavörur minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur sem innihalda heilkorn (til dæmis haframjöl, heilhveiti, bygg, rúg, hýðishrísgrjón og heilhveiti pasta).
  4. Borðum fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur til dæmis lax, bleikja, síld eða lúða.
  5. Borðum kjöt í hófi, ef við borðum kjöt. Veljum lítið unnið, magurt kjöt. Takmörkum neyslu á rauðu kjöti (lamba-, nauta-, svína- og hrossakjöt) við að hámarki 500 g á viku. Takmörkum sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum s.s. pylsum, bjúgum, kjötfarsi, hangikjöti, beikoni og pepperóní.
  6. Notum fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er tvö glös, diskar eða dósir á dag af mjólk eða mjólkurvörum (500 ml).
  7. Notum mýkri og hollari fitu. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur (avókadó) eru góðar uppsprettur hollrar fitu.
     
  8. Notum minna salt. Veljum lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík. Takmörkum notkun á salti við matargerð og notum önnur krydd í staðinn.
  9. Notum sem minnst vörur sem innihalda viðbættan sykur. Drekkum vatn við þorsta. Drekkum lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gætum hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís.
  10. Tökum inn D-vítamín sem fæðubótarefni, t.d. lýsi eða D-vítamíntöflur (10–20 míkrógrömm á dag eða sem samsvarar 400–800 alþjóðaeiningum, eftir aldri).

    Af vef Landlæknis

Nánari upplýsingar um næringu og hollt mataræði má finna á:
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ Opnast í nýjum glugga

Upplýsingar um Covid-19 og matvæli má finna á vef Matvælastofnunar:
https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/covid-19-og-matvaeli Opnast í nýjum glugga

Spurningar og svör um matvælaöryggi og næringu tengt Covid-19 hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni:
WHO – Q&A: Food Safety and Nutrition related to COVID-19 Opnast í nýjum glugga



-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-