-Auglýsing-

Mataræðið fyrir öllu

LÉTI fólk franskar kartöflur og saltan mat eiga sig en borðaði þess í stað salat, væri unnt að fækka hjartaáföllum um heim allan um 30%. Er það niðurstaða rannsóknar á 16.000 manns í 52 löndum.

Það er fyrst og fremst hið vestræna mataræði, sem er sökudólgurinn þegar kemur að hjartasjúkdómum, en uppistaðan í því er kjöt, feitur matur og steiktur og allt of mikið af salti. Saltríkur matur getur ýtt undir aukinn blóðþrýsting og of mikið feitmeti veldur æðaþrengslum. Við rannsóknina kom í ljós, að þeir, sem ástunda vestræna mataræðið, eru 35% líklegri en aðrir til að fá hjartaáfall.

-Auglýsing-

„Það skiptir ekki mál hvort fólk býr í Bolton eða Bombay. Það sem máli skiptir er að draga úr saltneyslu og sneiða sem mest hjá feitmetinu. Á hinn bóginn á fólk að auka verulega neyslu ávaxta og grænmetis,“ segir Ellen Mason, ein þeirra, sem unnu að rannsókninni.

svs@mbl.is

- Auglýsing-

Morgunblaðið 22.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-