-Auglýsing-

Lyf gegn tóbaksfíkn rannsakað

Vegna fregna um þunglyndi og sjálfsvíg sjúklinga sem taka lyfið Champix við tóbaksfíkn, hafa heilbrigðisyfirvöld Evrópusambandsins ákveðið að hefja rannsókn á öryggi lyfsins.

Í dag fór heilbrigðiseftirlit ESB fram á það við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem framleiðir lyfið, að það gæfi frekari upplýsingar um hættu á þunglyndi og sjálfsvígum sjúklinga sem taka lyfið.

-Auglýsing-

Sala á Champix var heimiluð í ríkjum Evrópusambandsins í september. Lyfið var hins vegar sett á markað á Íslandi í byrjun árs. Er þetta fyrsta lyfið við tóbaksfíkn sem inniheldur ekki nikótín og var þróað sérstaklega til að hjálpa fólki að hætta reykingum. Lyfið líkir eftir áhrifum nikótíns á líkamann og er talið draga úr lönguninni í tóbak og fráhvarfseinkennum.

www.mbl.is 14.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-