-Auglýsing-

LSH fær milljón til tækjakaupa

iStock 000020295626XSmallActavis á Íslandi hefur ákveðið að gefa eina milljón króna til fyrirhugaðrar söfnunar á vegum þjóðkirkjunnar til tækjakaupa á Landspítalanum.

Fram kemur á vef Actavis, að fyrirtækið fái á ári hverju fjölmargar fyrirspurnir frá Landspítalanum um hvort fyrirtækið geti hlaupið undir bagga við kaup á tækjum og tólum.

-Auglýsing-

„Oft er við því brugðist enda þörfin brýn á mörgum deildum. Það eru almennir starfsmenn spítalans sem jafnan senda fyrirspurn og þá fylgir listi yfir það sem vantar á viðkomandi deild. Oftast er úr mörgu að velja og ekki er verið að biðja um stórbrotna hluti. Nefna má í þessu sambandi að í fyrra var lyflæknadeild A-7 færðar gjafir; loftdýna, blóðþrýstingsmælar, súrefnismettunarmælar, flatskjáir og DVD-spilarar. Síðan þá hafa bæði blóðmeinadeild og heila-og taugaskurðlækningadeild fengið gjafir frá Actavis,“ segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins.

www.mbl.is 14.01.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-