Á síðustu árum hafa ráðleggingar Landlæknis um ráðleggingar um mataræði sætt mikilli gagnrýni á sama tíma og lágkolvetnamataræðið hefur farið sigurför víða um lönd og hefur það farið heldur illa í marga forkólfa næringar hér á landi sem víða annarsstaðar.
Eitt af því sem þeir sem aðhyllast lágkolvetnamataræðið hafa gagnrýnt er að á sama tíma og norrænu leiðbeiningarnar hafa verið í gildi hefur offita farið hraðvaxandi hér á landi. En hvernig er það? hvað ætli sé stór hluti þjóðarinnar sem fer eftir norrænu leiðbeiningunum? Hrund Valgeirsdóttir, næringarfræðingur skoðai þetta í Mastersritgerð sinni og niðurstöðurnar eru ansi áhugaverðar. En gefum Hrund orðið.
-Auglýsing-
Eitt af því sem hefur verið notað í umræðunni sem rökstuðningur fyrir því að lágkolvetnamataræðið sé betra en til dæmis ráðleggingar um mataræði frá Embætti Landlæknis er að ráðleggingarnar hljóti að virka eitthvað illa fyrst offita hafi farið svona vaxandi síðustu árin. Þessi rök standa engan veginn undir sér þar sem það er ekkert tekið tillit til hversu margir Íslendingar raunverulega borða samkvæmt ráðleggingunum eða jafnvel hvort það sé kannski akkurat fólkið sem er í kjörþyngd. Mastersritgerðin mín í næringarfræði fjallaði að hluta til um hversu margir Íslendingar ná hinum ýmsu ráðleggingum um mataræði og næringarefni úr upplýsingum á Landskönnun á mataræði Íslendinga árin 2010/2011 (þetta eru ekki allar ráðleggingar heldur bara hluti af þeim).
Þetta voru niðurstöðurnar:
67% Íslendinga ná ráðleggingum fyrir mjólkurvörur(2-3 skammtar á dag)
50% ná ráðleggingum fyrir fiskneyslu (2svar í viku)
10% ná ráðleggingum fyrir lýsi (1 tsk á dag),
20% ná ráðleggingum fyrir ávexti og ber (>200 g á dag)
8% ná ráðleggingum fyrir grænmeti (>200 g á dag).
3% Íslendinga ná ráðleggingum fyrir harða fitu (<10% á dag)
68% ná ráðleggingum fyrir viðbættan sykur (<10% á dag)
22% ná ráðleggingum fyrir trefjar (>25 g miðað við 2400 kkal á dag).
Hvernig er mögulega hægt að nota ráðleggingarnar sem afsökun fyrir vaxandi offitu Íslendinga þegar við förum ekki betur eftir þeim en þetta? Ég hef allavega mikla trú á því að ef fólk myndi borða meira samkvæmt þessum ráðleggingum að það væri minna hlutfall af offitu og hinum ýmsu sjúkdómum á Íslandi. Það er ekki alltaf best það sem er í tísku akkurat núna, ráðleggingar um mataræði eru ekki úreltar eins og verið er að reyna að halda fram, það er stanslaust verið að yfirfara vísindaleg gögn sem eru notuð í að útbúa norrænar ráðleggingar um mataræði sem er hluti af því sem hefur áhrif á ráðleggingar fyrir Íslendinga. Hugsið ykkur allavega vel um hvað þið gætuð bætt ykkar mataræði á því að taka þessar ráðleggingar meira til fyrirmyndar sem er bara hollur matur í meginatriðum áður en þið hlaupið á næstu skyndilausn sem hljómar kannski aðeins of vel. Hugsið líka málið hvað gerist þegar þið springið á kúrnum og farið að borða aftur kolvetni. En það sem gerist hjá flestum er þeir fitna aftur því það er ekki raunhæft til lengdar að sleppa kolvetnum lengi úr matnum. Spáið líka í alla orkuna sem þið farið á mis við þegar þið skerið niður kolvetni og áhrifin sem það getur haft á heilastarfsemina.
Það skal samt tekið fram að ráðleggingar um mataræði eru hugsaðar fyrir heilbrigða einstaklinga til að fá öll nauðsynleg næringarefni og minnka líkur á hinum ýmsu sjúkdómum. Aðrir hópar gætu þurft að borða aðeins öðruvísi, til dæmis fólk með óþol og ofnæmi, íþróttafólk, fólk með sjúkdóma eins og krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, sykursýki 2 osfrv.
Það er samt sem áður hægt er að taka jákvæðu hliðarnar frá lágkolvetnamataræði og tileinka sér en kannski forðast gallana. Helstu kostirnir eru þeir að fólk mun að öllum líkindum borða meira af berjum, grænmeti og fisk en gallarnir eru að fólk mun líklega borða meira af harðri fitu og salti en það þarf, og minna af ávöxtum, grófmeti og annarri trefjaríkri fæðu.
En hvað er best fyrir of feitt fólk að borða til að grennast? Ef tilgangurinn er eingöngu að grennast og helst hratt, ekki halda almennilegri orku né fá öll nauðsynleg næringarefni, þá virkar að borða mat sem er lágur í kolvetnum en það ætti aðeins að vera í takmarkaðan tíma og helst undir eftirliti. Það er samt vel hægt að léttast þó borðuð séu kolvetni í eðlilegu magni. Það gæti tekið aðeins lengri tíma sem er kannski ekki beint spennandi fyrir marga en það sem ætti að vera aðlaðandi er að þá ertu að borða heilbrigðan mat sem er mun auðveldara að halda út til lengdar.Ef þú ferð að borða eftir lágkolvetnamataræði þá er það líklega bara kúr og svo þarftu að venja þig að borða “eðlilega” aftur sem gæti orðið mjög erfitt fyrir utan líkurnar á því að þyngjast aftur. Það er erfitt að breyta venjum og erfitt að halda út svona kúra. Er þá ekki betra að breyta lífstílnum í eitt skipti fyrir öll til hins betra, borða hollan og næringarríkan mat í leiðinni, grennast á heilbrigðan hátt og þurfa aldrei aftur að breyta um matarvenjur?
- Auglýsing-
Þessi pistill er úr smiðju Hrundar sem er næringarfræðingur og heldur úti blogginu naering.com
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
Þessi vefsíða notar kökur (cookies) til að auðvelda þér notkun hennar. Með áframhaldandi notkun síðunnar staðfestir þú samþykki þitt á því.SamþykkiLesa nánar
Skilmálar
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.