Fáar neysluvörur tengjast heilsu á flóknari og mótsagnarkenndari hátt en alkahól. Hóflega neysla á áfengi er tengd minni áhættu á kransæðasjúkdómi og á það við um bæði lægri tíðni og dánarlíkur.
Skilgreining á hóflegri áfengisneyslu er þó mjög á reiki og ofneysla áfengis er augljós skaðvaldur en rekja má 4% tapaðra lífsára í heiminum til áfengisneyslu.
Ferlirannsóknir hafa hinsvegar sýnt að í samanburði við enga áfengisneyslu tengist hófleg drykkja áfengis minni áhættu á kransæðasjúkdómi. Verndandi áhrif áfengis eru talin liggja við 30-60 g/dag af hreinum vínanda, sem er 0,5-1 L af bjór, en óljósara er um áhrif áfengisneyslu sem fer yfir þau mörk. Mörkin eru mismunandi fyrir karla og konur en í stórri rannsókn lækkuðu 2-4 drykkir á dag dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá körlum en sambærileg áhrif hjá konum fengust við 1-2 drykki á dag.
Einnig flækir málið að áfengi eykur líkur á gáttatifi og heilablóðfalli, aðallega vegna blóðþurrðar í heila, að minnsta kosti ef neysla er mikil. Meiri neysla tengdist því aukinni dánartíðni hjá báðum kynjum. Ekki er þó mælt með því að þeir sem ekki drekka áfengi byrji á því til að draga úr kransæðasjúkdómi.
Lesa má kaflann í heild sinn í Kransæðabókinni.
Munið eftir að læka við okkur á Facebook