Ný rannsókn bendir til þess að að það geti jafnvel aukið lífslíkur að drekka kaffidrykki aðeins á morgnana samanborið við að drekka kaffið yfir daginn.
Rannsakendur frá Tulane háskólanum skoðuðu mataræði og heilsugögn frá meira en 40.000 fullorðnum einstaklingum í Bandaríkjunum. Göngin fengust úr National Health and Nutrition Examination Survey á tímabilinu 1999-2018. Þeir greindu tvö mynstur kaffidrykkju: einungis að morgni til og svo þá sem drukku kaffi allann daginn.
Morgunkaffidrykkjufólkið – Þ.e. þeir sem drukku kaffi milli 4:00 að morgni til hádegis voru í 16% minni áhættu á að deyja úr öllum orsökum samanborið við þá sem ekki drukku kaffi samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru þriðjudaginn 12. desember í European Heart Journal.
Kaffidrykkir á morgnana bæði með og án koffíns lækkaði dánartíðni
Þeir sem drukku kaffidrykki voru 31% minni áhættu á að deyja úr hjarta og æðasjúkdómum samanborið við þá sem ekki drukku kaffi samkvæmt því sem fram kom í rannsókninni.
Óháð því hversu marga bolla af kaffi fólk drakk eða hvort þeir drukku koffeinlaust kaffi, dánartíðni var samt lægri.
“Þessi rannsókn er einstök því hún skoðaði kaffidrykkjumynstur yfir daginn frekar en að einblína á magnið sem drukkið er af kaffi,” sagði Dr. Jennifer Miao, sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Yale New Haven Health.
Til að útskýra niðurstöðurnar telja rannsakendur að morgunkaffi passi betur við náttúrulegt munstur þegar við erum að vakna á morgnana. Kaffidrykkjan virðist einnig geta dregið úr bólguþáttum líkamans sem eru oft hærri á morgnana sem aftur getur minnkað áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum.
Í rannsókninni fundust ekki tengsl milli kaffidrykkju og minni líkum á krabbameini.
“Tengslin við krabbamein voru líklega ekki til staðarog teljum við að það sé að hluta til vegna fárra tilfella og ýmsar tegundir krabbameins voru skoðaðar saman,” sagði Dr. Lu Qi, aðalhöfundur rannsóknarinnar og staðgengill forstöðumanns Epidemiology við Tulane Háskóla. “Það er mögulegt að kaffidrykkja hafi mismunandi áhrif á mismunandi tegundir krabbameins.”
Með öðrum orðum, það gæti hafa verið að krabbameinstilfelli í rannsókninni hafi verið of fá til að hægt væri að meta þann þátt. Þar sem rannsóknin skoðaði allar tegundir krabbameina saman gæti verið að kaffi hafi áhrif á sum krabbamein en ekki önnur.
Rannsóknin hafði einnig aðra takmarkanir. Þáttakendur sögðu frá kaffivenjum sínum sjálfir, sem þýðir að niðurstöður gætu verið óáreiðanlegar, og rannsakendur skoðuðu ekki langtíma drykkjamynstur.
Líklega hefur lífsstíll áhrif
Sérfræðingarnir segja að önnur ástæða fyrir lægri dánartíðni gæti verið að þeir sem drukku kaffi á morgnana lifi heilbrigðara lífi, neyti betra mataræðis og stundi reglulega hreyfingu. Þættir eins og vaktavinna eða hvenær fólk vaknar gæti einnig haft áhrif.
Dr. Perry Fisher, sérfræðingur við Lenox Hill sjúkrahúsið í New York, sagði við ABC News að niðurstöður rannsóknarinnar væru áhugaverðar en bætti við að hann myndi ekki endilega mæla með breytingu á kaffivenjum út frá þessum niðurstöðum.
Að lokum
“Ég tel að við þurfum frekari rannsóknir til að sýna fram á raunveruleg tengsl sem myndu breyta venjum fólks,” sagði Fisher.
Qi, aðalhöfundur rannsóknarinnar, bætti við að frekari rannsóknir – þar á meðal á fólki frá öðrum löndum – væru nauðsynlegar til að staðfesta niðurstöðurnar, sem og klínískar tilraunir.
“Þó að sumar rannsóknir hafi sýnt að að kaffidrykkja sé góð fyrir hjartað, eru ekki allar rannsóknir sammála,” sagði Miao. “það er gott ráð að tala við lækni áður en þú breytir kaffivenjum, sérstaklega ef þú átt við heilsufarsvanda að stríða eða ert í meiri áhættu.”
Heimildir:
- Rannsókn frá Tulane háskólanum
- European Heart Journal (12. desember 2024)
- Dr. Jennifer Miao, Yale New Haven Health
- Dr. Lu Qi, Tulane háskóli