-Auglýsing-

Hver er X-factor læknastéttarinnar?

Kamran Abbasi, ritstjóri Journal of the Royal Society of Medicine, skrifaði beinskeyttan leiðara í upphafi ársins um það hvert læknar stefna sem fagstétt. Hann dregur líkingu af sjónvarpsþættinum X-factor (ísl. óþekkta stærðin) þar sem sigur snýst um að hafa þetta „eitthvað“ umfram hina keppendurna, hvort heldur það er kunnátta, útgeislun eða eitthvað annað sem vekur athygli á einum umfram hina.

Algengir frasar dómara X-factor-keppninnar eru á þessa leið: „Miklir hæfileikar vinur, en þig vantar sannfæringuna um hvert þú stefnir.“ „Breytt ímynd myndi hafa frábær áhrif“, og „Þú hljómar ágætlega á þínu afmarkaða sviði en geturðu eitthvað þar fyrir utan?“

-Auglýsing-

Og Abbasi spyr í framhaldinu hvernig túlka eigi sívaxandi óánægju læknastéttarinnar með stöðu sína innan breska heilbrigðiskerfisins – takið eftir að hér er alls ekki verið að tala um íslenska heilbrigðiskerfið og kannski á ekkert af þessu við íslenska læknastétt. „Rómantíkin er löngu horfin og ungir læknar eru svartsýnir og síkvartandi. Þetta hefur reyndar alltaf verið svo. Læknar hafa tamið sér hugarfar umsátursástands til að ráða við vinnuálag sem þeir hafa alls ekki verið undirbúnir fyrir og það veldur álagi við skipulagningu og ákvarðanatöku. Þó virðist meinið ná dýpra á sjúkradeildum vorum. Læknum finnst þeir vanmetnir og ofstjórnað. Lítill X-factor fólginn í því,” segir Abbasi.

Og hann heldur áfram: „Rómantíkin – í sínum víðasta skilningi – sem Kildare sjónvarpslæknir naut í ríkum mæli, er á hröðu undanhaldi úr læknisstarfinu. Óánægja er af hinu góða og vissulega mikilvæg þegar hún snýst um eitthvað sem skiptir máli, eins og til dæmis hugmyndafræði heilbrigðisþjónustu. En þegar læknar kvarta undan launakjörum sínum þá hljómar það eins og þingmenn sem heimta milljón á mánuði í lágmarkslaun. X-factorinn sem heillaði ungmenni að starfsgrein sem var sveipuð dýrðarljóma, naut virðingar og bauð upp á að bjarga mannslífum að auki (ekki endilega í þessari röð) er hins vegar erfiðara að koma auga á.”

- Auglýsing-

Abbasi spyr hvort læknar vilji verða vélmenni, tæknimenn eða upplýsingamiðlarar. „Heilbrigðisþjónustan yrði örugglega hagkvæmari í rekstri ef vélmenni kæmu í stað lækna sem eru í stöðugri baráttu fyrir klínísku frelsi. Kannski ekki vélmenni, en hvað um tæknimenn? Verðum við áfram alvitrir leiðtogar klínískra teyma eða verðum við tæknimenn sem gera sitt og hverfa svo af vettvangi? Tveir hjartaskurðlæknar nefndu þetta við mig á dögunum. Framtíð hjáveituaðgerða, að þeirra sögn, er að skurðlæknirinn rétt lætur sjá sig til að framkvæma tengingarnar og lætur hina meðlimi hjartaaðgerðateymisins sjá um allt hitt. Einhverjum kann að finnast þetta helgispjöll en kannski er þetta betra fyrir sjúklinginn og hagkvæmara fyrir heilbrigðisþjónustuna.”

Og Abbasi heldur ótrauður áfram að leita X-factornum og spyr hvernig læknum eigi að takast að finna þann X-factor sem nær til og laðar ungt fólk að starfinu. „Það verður kannski ekki töframeðalið sem læknar þekktu svo vel áður; VALD. Satt að segja eru mjög góðar ástæðar fyrir því að þannig eigi þetta ekki að vera. Miðaldurskrísa læknastéttarinnar er kannski einkenni um baráttuna samfara því að breytast úr karlstýrðri stétt yfir í stétt beggja kynja sem hefur rými fyrir ákvarðanatöku. Læknar nýja tímans verða safnarar upplýsinga sem koma sjúklingum til góða – hinn endanlegi upplýsingamiðlari – í stað veiðimannsins sem reiðir sig á fáfræði sjúklingsins til að viðhalda völdum sínum og stöðu. Aðdráttarafl þekkingarmiðlarans verður sterkt í hinum nýja heimi sem þjáist af offlæði upplýsinga. Þekking eins og við vitum er vald, en miðlun hennar er verðmætari en varsla hennar. Gæti þetta verið X-factorinn sem stétt okkar leitar eftir?”

Heimasíða blaðsins, Journal of the Royal Society of Medicine: www.jrsm.org

Greinin er þýdd ag Hávar Sigurjónssyni og birtist í lænablaðinu 02/07

Myndin að ofan tengist ekki greininni

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-